Fréttir


Fréttir: 2010 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

21.9.2010 : Dreifibréf til lánastofnana

Fjármálaeftirlitið sendi dreifibréf um meðferð rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamninga til lánastofnana þann 14. september síðastliðinn.

Lesa meira

20.9.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir ALM Fjármálaráðgjöf hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt ALM Fjármálaráðgjöf hf., kt. 450809-0980, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

16.9.2010 : QIS5: Könnun á áhrifum Solvency II

Um þessar mundir stendur yfir könnun á áhrifum tilskipunar nr. 2009/138/EB, sem er ný tilskipun um vátryggingastarfsemi, öðru nafni Solvency II. Könnunin er sú fimmta sem framkvæmd hefur verið í undirbúningi Solvency II og kallast QIS5 (Quantitative Impact Study 5). Könnunin er liður í vinnu Framkvæmdastjórnar ESB við nánari útfærslu á ákvæðum tilskipunarinnar, sem liggja mun fyrir með reglugerð vorið 2011. Samstarfsnefnd eftirlitsstjórnvalda á vátryggingamarkaði (CEIOPS) sér um framkvæmd QIS5.

Lesa meira

14.9.2010 : Staða lífeyrissjóðanna árið 2009

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins er að finna skýrslu um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2009. Þar er jafnframt að finna excel skjal sem inniheldur talnaefni skýrslunnar. Skýrslan í heild sinni er hér en helstu niðurstöður hennar eru eftirfarandi:

Lesa meira

14.9.2010 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfa fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 31. ágúst 2010 tvö starfsleyfi fjármálafyrirtækja en í báðum tilvikum höfðu fyrirtækin afsalað sér leyfi sínu. Lesa meira

26.8.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna: Lesa meira

24.8.2010 : Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ ehf.) fær leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Fjármálaeftirlitinu barst umsókn frá Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. um heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands. Aðrir hluthafar Sjóvár-Almennra trygginga hf. eru Íslandsbanki hf. með 9,3% hlutafjár og SAT eignarhaldsfélag hf. með 17,67% hlutafjár. Lesa meira

17.8.2010 : Samkomulag um fjármálastöðugleika milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

Þriðjudaginn 17. ágúst 2010 gengur í gildi samkomulag um samvinnu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna yfir landamæri til að tryggja fjármálastöðugleika og samhæfa viðbrögð við fjármálaáfalli sem snertir fleiri en eitt ríki. Samkomulagið hefur verið undirritað af fulltrúum fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftirlits Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Lettlands, Litháen, Noregs, Svíþjóðar auk Íslands.

Lesa meira

16.8.2010 : Samkomulag ráðuneyta og stofnana um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins undirrituðu þann 6. júlí sl. samkomulag um skipun nefndar um fjármálastöðugleika. Að grunni til byggir samkomulagið og starf nefndarinnar á fyrra samkomulagi ráðuneytanna og stofnananna frá árinu 2006 um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað.

Lesa meira

16.8.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna í skaðatryggingum: Lesa meira

11.8.2010 : Undanþága frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf.

Fjármálaeftirlitið hefur haft til skoðunar undanþágubeiðni Framtakssjóðs Íslands slhf. (Framtakssjóður) frá tilboðsskyldu í Icelandair Group hf. (Icelandair), sbr. 100. gr. a laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.), en þann 14. júní 2010 undirrituðu Framtakssjóðurinn og Icelandair áskriftarsamning um nýtt hlutafé í Icelandair þar sem Framtakssjóðurinn skráði sig fyrir 1.200 milljón hlutum á genginu 2,5 krónur eða að söluverði 3 milljarðar.

Lesa meira

27.7.2010 : Svar Fjármálaeftirlitsins til umboðsmanns Alþingis

Umboðsmaður Alþingis óskaði hinn 7. júlí sl. eftir sjónarmiðum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands í tilefni af kvörtun sem honum barst vegna tilmæla sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands sendu til fjármálafyrirtækja

Lesa meira

26.7.2010 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu á vátryggingastofni

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofna í líftryggingum: Lesa meira

26.7.2010 : Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal nr. 2/2010 um leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út til umsagnar drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu vátryggingafélaga, umræðuskjal nr. 2/2010. Tilmælunum er ætlað að leysa af hólmi eldri tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2006 um álagspróf og upplýsingagjöf um áhættustýringu. Meginmarkmiðið með útgáfu nýrra tilmæla er að leiðbeina vátryggingafélögum um bestu framkvæmd áhættustýringar.

Lesa meira

15.7.2010 : Nýtt símanúmer Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið er komið með nýtt símanúmer. Nýja númerið er 520 3700. Faxnúmer Fjármálaeftirlitsins breytist einnig og er nú 520 3727. Lesa meira

13.7.2010 : Fjármálaeftirlitið skipar Avant hf. bráðabirgðastjórn

Fjármálaeftirlitið hefur orðið við beiðni Avant hf. um að skipa félaginu bráðabirgðastjórn á grundvelli 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 4. gr. laga nr. 44/2009. Lesa meira

1.7.2010 : Ný skýrsla CEIOPS

Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði (CEIOPS) hefur gefið út: "Skýrslu vorið 2010 um fjárhagsstöðu og fjárhagslegan stöðugleika á sviði vátrygginga og hjá starfstengdum lífeyrissjóðum innan Evrópusambandsins og EES". Lesa meira

30.6.2010 : Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands senda fjármálafyrirtækjum tilmæli

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa sent fjármálafyrirtækjum tilmæli vegna óskuldbindandi gengistryggingarákvæða og kynntu þau í kjölfarið á sameiginlegum blaðamannafundi. Tilmælin eru svohljóðandi:

Lesa meira

25.6.2010 : Ný lög um vátryggingastarfsemi

Nýverið tóku gildi lög um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 sem leystu af hólmi eldri lög nr. 60/1994. Lögin gilda um frumtryggingastarfsemi á sviði skaðatrygginga og persónutrygginga auk hvers konar endurtrygginga en eftirlit með þeim er sem fyrr í höndum Fjármálaeftirlitsins. Lesa meira

16.6.2010 : Leiðrétting á úttekt

Í úttekt á starfsemi Sparnaðar ehf. sem birt var 15. júní undir gagnsæi á vef Fjármálaeftirlitsins var sagt að tryggð ávöxtun séreignatryggingar sem Sparnaður ehf. býður væri 1,3% þegar búið væri að taka tillit til kostnaðar. Hið rétta er að ávöxtunin er 1,38%. Beðist er velvirðingar á þessari misritun. Lesa meira
Síða 2 af 4


Þetta vefsvæði byggir á Eplica