Fréttir


Fréttir: janúar 2015

Fyrirsagnalisti

29.1.2015 : Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda viðskiptabanka í kjölfar fjármálaáfallsins 2008

Vegna umræðu undanfarna daga á opinberum vettvangi telur Fjármálaeftirlitið (FME) rétt að skýra nokkra efnisþætti varðandi hlutverk og ákvarðanir stjórnar FME um ráðstöfun eigna og skulda viðskiptabankanna þriggja sem féllu haustið 2008.

Lesa meira

26.1.2015 : Upplýsingar um aðila sem hefur ekki leyfi til miðlunar vátrygginga

Fjármálaeftirlitinu hafa borist upplýsingar um að Vátryggingaráðgjöf Stefáns Gissurarsonar ehf. bjóði neytendum þjónustu sem fellur undir miðlun vátrygginga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga.

Lesa meira

15.1.2015 : ORSA leiðbeiningar 2015

Samkvæmt 24. tölul. leiðbeinandi tilmæla nr. 3/2014 skulu vátryggingafélög framkvæma árlega eigið áhættu- og gjaldþolsmat (hér eftir ORSA) sem veitir stjórn og forstjóra upplýsingar um virkni áhættustýringar og gjaldþolsstöðu, jafnt núverandi sem líklega framtíðarstöðu.

Lesa meira

13.1.2015 : EBA gefur út leiðbeinandi tilmæli um könnunar- og matsferli eftirlitsstofnana

EBA, Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði, hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um könnunar- og matsferlið (e. SREP), en það er viðvarandi ferli varðandi alla eftirlitsþætti sem snúa að eftirlitsskyldum aðila og er ætlað að gefa heildarmynd af honum.

Lesa meira

13.1.2015 : Drög að leiðbeinandi tilmælum um lykilupplýsingar

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2015 um drög að leiðbeinandi tilmælum um lykilupplýsingar.

Lesa meira

8.1.2015 : Fjármálaeftirlitið gefur út tvenn leiðbeinandi tilmæli

Fjármálaeftirlitið hefur í dag gefið út tvenn ný leiðbeinandi tilmæli, annars vegar nr. 6/2014 um útvistun hjá eftirlitsskyldum aðilum og hins vegar nr. 7/2014 um innri endurskoðun vátryggingafélaga.

Lesa meira

7.1.2015 : EIOPA gefur út drög að framkvæmdatæknistöðlum og leiðbeinandi tilmælum vegna Solvency II til umsagnar

Evrópska eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrismarkaði (EIOPA) birti 3. desember sl. drög að framkvæmdatæknistöðlum (e. Implementing Technical Standards) og leiðbeinandi tilmælum (e. Guidelines) vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB). EIOPA var komið á fót með reglugerð ESB nr. 1094/2010/EB og skv. 16. gr. þeirrar reglugerðar hefur EIOPA heimild til að setja leiðbeinandi tilmæli til að auka samræmingu í regluverki og eftirliti innan ESB. Tilmælin útskýra betur eftirlitsframkvæmd og kröfur í Solvency II og því telur Fjármálaeftirlitið það til hagsbóta fyrir alla aðila á markaðnum að farið sé að þeim.

Lesa meira

5.1.2015 : Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins, en skipunartími fyrri stjórnar rann út um áramót. Ásta Þórarinsdóttir er nýr formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Auk formanns eiga eftirtaldir aðal- og varamenn sæti í stjórn: Tómas Brynjólfsson, aðalmaður (varaformaður), Arnór Sighvatsson, aðalmaður, Friðrik Ársælsson, varamaður, Ástríður Jóhannesdóttir, varamaður og Harpa Jónsdóttir, varamaður.   

Lesa meira

2.1.2015 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Eignarhaldsfélagið Borgun slf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf.

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 22. desember 2014 komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Borgun slf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun hf., sem nemur 25,00%. Eignarhaldsfélagið Borgun slf. á sem stendur 24,96% eignarhlut í Borgun hf. Lesa meira

2.1.2015 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Íslenska eignastýringu hf., Pivot ehf. (áður Gunner ehf.) og Straum fjárfestingabanka hf. hæf til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur hinn 19. desember 2014 komist að þeirri niðurstöðu að félögin Íslensk eignastýring hf., Pivot ehf. og Straumur fjárfestingabanki hf. séu hæf til að fara með aukinn virkan eignarhlut í  Íslenskum verðbréfum hf. sem nemur 100%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002. Lesa meira

2.1.2015 : EIOPA gefur út umræðuskjal um mat á jafngildi Bermuda, Japans og Sviss gagnvart tilteknum ákvæðum í Solvency II

Þrjár greinar Solvency II tilskipunarinnar (2009/138/EB) fjalla um svokallað jafngildi (e. equivalence) ríkja utan EES, en í því felst að löggjöf og umgjörð eftirlits í þeim ríkjum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að teljast jafngild því sem gerðar eru kröfur um í Solvency II. Kröfurnar eru misjafnar eftir því hvers konar jafngildi er um að ræða.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica