Úrskurðarnefndir

Úrskurðarnefndir flytja 1. janúar 2022

Tvær úrskurðarnefndir sem vistaða hafa verið hjá Seðlabanki Íslands, þ.e. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, flytja í Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík. 

Frá 1. janúar 2022 verður tekið við málskotum á ný tölvupóstföng nefndanna: 

Ný heimasíða úrskurðarnefndanna verður www.nefndir.is og hefst starfið á ný að fullum krafti þann 1. febrúar 2022. Þangað til verður hlé á starfi nefndanna þannig að eingöngu verður tekið á móti málskotum og þau skráð móttekin þann dag sem málskotsgjald er greitt.

Þau mál sem nú þegar eru í farvegi hjá nefndunum, halda að sjálfsögðu áfram en óhjákvæmilegt er að einhver seinkun verði á því að úrskurður liggi fyrir í þeim málum vegna flutningsins.

Nýjar samþykktir um úrskurðarnefndirnar taka gildi um áramót.

Um úrskurðarnefndir

  • Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum fjallar um ágreining um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélaga.
  • Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki fjallar um ágreining viðskiptamanna við lánastofnanir (t.d. viðskiptabanka eða sparisjóði), verðbréfafyrirtæki eða dótturfyrirtæki þessara fjármálafyrirtækja. Einnig fjallar nefndin um ágreining um yfirfærslur á milli viðskiptareikninga milli landa.

 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica