Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið tekur við málskotum neytenda, sér nefndunum fyrir fundaraðstöðu og  annast almennt skrifstofuhald fyrir þær.

Fjármálaeftirlitið vistar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, en nefndin fjallar um ágreining um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélaga.

Fjármálaeftirlitið vistar Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, en nefndin fjallar um ágreining viðskiptamanna við lánastofnanir (t.d. viðskiptabanka eða sparisjóði), verðbréfafyrirtæki eða dótturfyrirtæki þessara fjármálafyrirtækja. Einnig fjallar nefndin um ágreining um yfirfærslur á milli viðskiptareikninga milli landa

 

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica