Eftirlit

  • Eftirlit

Meginákvæði um eftirlit Fjármálaeftirlitsins er að finna í III. kafla laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum. Auk þess er kveðið á um eftirlit og heimildir Fjármálaeftirlitsins í hinum ýmsu lögum, reglugerðum og reglum um starfsemi á fjármálamarkaði, sem finna má undir „Réttarheimildir“ hér á vefnum.

Fjármálaeftirlitið hefur mótað sér það hlutverk að veita eftirlitsskyldum aðilum uppbyggilegt og markvisst aðhald og styðja við mótun á skilvirkri og traustri fjármálastarfsemi, þar sem áhersla er lögð á faglegt innra skipulag fjármálafyrirtækja. Fjármálaeftirlitið rækir hlutverk sitt með því að fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir sem um starfsemina gilda og sé að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti.

Fjármálaeftirlitið starfar einnig á grundvelli alþjóðlegra grunnreglna um árangursríkt eftirlit á hverju sviði fjármálamarkaðar.  Á alþjóðavettvangi er sífellt aukin áhersla lögð á að eftirlit með fjármálastarfsemi í einstökum löndum sé samræmt og skilvirkt. Með því er leitast við að stuðla að aukinni samkeppnishæfni fjármálamarkaða.


Eftirlit

Starfsleyfi

Eitt af meginverkefnum Fjármálaeftirlitsins er að veita fyrirtækjum leyfi til að starfa á fjármálamarkaði á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi.

Virkur eignarhlutur

Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags (t.d. með stjórnarsetu). Með óbeinni hlutdeild er átt við að aðili, annar en beinn hluthafi í eftirlitsskyldum aðila, annað hvort fari með yfirráð í beina hluthafanum (e. control criterion) eða eigi í gegnum keðju eignarhalds óbeint tilkall til 10% eða meira af hlutafé eða atkvæðisrétti í eftirlitsskyldum aðila (e. multiplication criterion).[1]

Eftirlitsskyld starfsemi

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með aðilum sem hafa starfsleyfi frá stofnuninni og lífeyrissjóðum.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með góðum viðskiptaháttum og -venjum hjá eftirlitsskyldum aðilum, ásamt því að sinna upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu.  Þá eru úrskurðarnefndir hýstar  hjá eftirlitinu.






Þetta vefsvæði byggir á Eplica