Vátryggingastarfsemi

  • Fjármálaeftirlitið

Fjármálaeftirlitið viðhefur framsýnt og áhættumiðað eftirlit með starfsemi aðila á vátryggingamarkaði, greinir helstu áhættuþætti í rekstri þeirra ásamt því að fylgjast með þróun á markaði. Þá fylgist Fjármálaeftirlitið með hlítingu aðila á vátryggingamarkaði við lög sem um starfsemi þeirra gilda og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana þegar tilefni er til. Fjármálaeftirlitið fylgist jafnframt með starfsháttum aðila á vátryggingamarkaði með hliðsjón af eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.


Áhersluefni

Lög og tilmæli

Hægt er að fletta upp lögum og tilmælum sem gilda um starfsemi vátryggingafélaga með einföldum hætti í leitarvél Fjármálaeftirlitsins.

Þjónustuvefur

Þjónustuvefur Fjármálaeftirlitsins tekur á móti gagnaskilum frá eftirlitsskyldum aðilum og sem og öðrum gagnasendingum, svo sem vegna mats á hæfi.

Talnaefni

Hér er hægt að finna gagnatöflur íslenskra vátryggingafélaga á samandregnu formi.

Spurt og svarað

Fjármálaeftirlitið hefur birt spurningar og svör í tengslum við lög nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi sem aðgengileg eru á heimasíðu eftirlitsins.Þetta vefsvæði byggir á Eplica