Sundurliðun fjárfestinga

Með vísan til  annars vegar 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og hins vegar 50. gr. og 7. mgr. 62. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, er farið fram á að lífeyrissjóðir, vörsluaðilar séreignasparnaðar  og allir verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir sendi upplýsingar um fjárfestingar sínar til Fjármálaeftirlitsins. Tilgangurinn er sá að hafa eftirlit með fjárfestingum með hliðsjón af fjárfestingarheimildum og samþykktri fjárfestingarstefnu.

Útbúið hefur verið XML Schema sem að innsend gögn á XML formi verða að passa við (e.validate).

Frekari upplýsingar og Gagnamódel (e.Data Model) skjal varðandi ofangreint má finna undir flipum fyrir hvern markað hér vinstra megin á síðunni.


Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica