Leiðbeiningar um skil á SII gögnum

Eftirfarandi leiðbeiningar eru upplýsingar um hvernig eftirlitsskyldir aðilar geta skilað gögnum á XBRL formi byggð á Solvency II tegundaröðuninni.

Solvency II

Upplýsingar um Solvency II (SII) gagnaskil er að finna á vefsíðu EIOPA.

Það er m.a. að finna skjöl um Data Point Model (DPM) sem er nákvæm lýsing á þeim gagnapunktum sem hægt er að senda á XBRL formi. Einnig er þar að finna XBRL tegundaraðir (e. taxonomy) en nýjasta útgáfa af Preparatory Reporting tegundaröðun var gefin út í feb. 2015. Þess má geta að tvær mismunandi tegundaraðir verða gefnar út af EIOPA. Annars vegar Preparatory Reporting og Full Solvency II Reporting. Við skil á gögnum árið 2015 verður stuðst við Preparatory Reporting tegundaröðunina en á næsta ári verður Full Solvency II Reporting tegundaröðunin notuð.

Hér má finna reglur um XBRL skjölun fyrir Solvency II , gefnar út 21.10.15 af EIOPA.

Skiladagsetningar

Skiladagsetningar ársins vegna XBRL skila ásamt upptalningu þeirra taflna sem skila ber eru tilteknar í skilayfirliti ársins. Í skýrsluskilakerfi FME hefur verið skilgreint hvaða töflum hver eftirlitsskyldur aðili skal skila hverju sinni. 

ATH! Vakin er athygli á að skil teljast ekki fullnægjandi nema gagnapakkinn innihaldi allar þær töflur sem aðila hefur verið gert að skila á tilteknum skiladegi.  Vanti einhverjar skilaskyldar töflur, eða séu þær óútfylltar, verður skilunum hafnað.

Auðkenni skýrslna

 Skýrsla Auðkenni
 Solvency II árleg - móðurfélög  451
 Solvency II árleg - samstæður  454
 Solvency II árshluta - móðurfélög  453
 Solvency II árshluta - samstæður  452

 

 

Auðkenni skilaaðila

XBRL gögn verða að innihalda upplýsingar um auðkenni skilaaðila (e. entity identifier). Auðkenni skilaaðila vegna XBRL gagna samanstendur af skema og auðkenni (e. identifier). Skema sem EA skulu styðjast við er "http://test.schemas.fme.is/SII/" þar sem um skil í prófunarumhverfi er að ræða. Auðkennið getur verið annað hvort kennitala skilaaðila eða LEI kóði hafi kóðinn verið skráður hjá FME. Hér að neðan er dæmi um hvernig auðkenni með kennitölu gæti litið út á XBRL formi:

                         <xbrli:identifier scheme="http://test.schemas.fme.is/SII/">1234569999</xbrli:identifier>

Þegar skil fara fram í raunumhverfi skulu EA nota skemað "http://schemas.fme.is/SII/".

Vefþjónusta

Eftirlitsskyldir aðilar þurfa að mynda XBRL gögn (e. XBRL instance) og senda FME í gegnum vefþjónustu Skýrsluskilakerfis FME. Nánari upplýsingar um skil í gegnum vefþjónustu er að finna á vef FME: Leiðbeiningar til að skila skýrslu í gegnum vefþjónustu

Ekki er enn búið að gefa út auðkenni skýrslu fyrir SII skýrslur.

Sannprófun

Öll XBRL gögn sem skilað er verða sannprófuð. Gögnin verða prófuð gagnvart eftirfarandi stöðlum: XBRL 2.1, Dimensions, Formula 1.0, Generic Linkbases og Unit Types Registry.  

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica