Starfsleyfi og skráningar

Eitt af verkefnum Seðlabanka Íslands er að veita fyrirtækjum, og í sumum tilvikum einstaklingum, leyfi til að starfa á fjármálamarkaði. Fjármálafyrirtæki getur fengið starfsleyfi sem:

 • Viðskiptabanki
 • Sparisjóður
 • Lánafyrirtæki/fjárfestingarbanki

Þessi fyrirtæki nefnast einu nafni hér eftir lánastofnanir. Fjármálafyrirtæki getur einnig fengið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki. Seðlabankinn veitir einnig eftirfarandi aðilum starfsleyfi:

 • Vátryggingafélögum
 • Rafeyrisfyrirtækjum
 • Greiðslustofnunum
 • Rekstrarfélögum verðbréfasjóða
 • Rekstraraðilum sérhæfðra sjóða
 • Innheimtuaðilum
 • Vátryggingamiðlurum (bæði einstaklingum og lögaðilum)

Sumir aðilar eru ekki starfsleyfisskyldir hjá Seðlabankanum en eru skráningarskyldir. Þessir aðilar eru:

 • Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða undir fjárhæðarviðmiðum
 • Lánveitendur og lánamiðlarar
 • Þjónustuveitendur sýndareigna
 • Gjaldeyrisskiptastöðvar

Starfsleyfisumsóknir og lögin sem um starfsemina gilda

Starfsemi Lög sem um starfsemina gilda
Viðskiptabankar, sparisjóðir og lánafyrirtækiII. kafli laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.
VerðbréfafyrirtækiI. kafli 2. þáttar laga nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga.
Rekstrarfélög verðbréfasjóðaII. kafli laga nr. 116/2021, um verðbréfasjóði.
Félög og einstaklingar sem dreifa vátryggingumLög nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga.
VátryggingafélögLög nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.
KauphallirLög nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga.
LífeyrissjóðirLög nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
InnheimtuaðilarInnheimtulög nr. 95/2008.
GreiðslustofnanirLög nr. 114/2021, um greiðsluþjónustu.
RafeyrisfyrirtækiLög nr. 17/2013, um útgáfu og meðferð rafeyris.
Rekstraraðila sérhæfðra sjóðaLög nr. 17/2013, um útgáfu og meðferð rafeyris.
VerðbréfamiðstöðvarLög nr. 7/2020 um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu.

Skráningarumsóknir og lögin sem um starfsemina gilda

Starfsemi Lög sem um starfsemina gilda
Gjaldeyrisskiptastöðvar og þjónustuveitendur viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskjaLög nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Lánveitendur og lánamiðlararLög nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda.
Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða undir fjárhæðarviðmiðum
Lög nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica