Eftirlitsskyld starfsemi

Fjármálaeftirlitið skal fylgjast með að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur eða samþykktir sem um starfsemina gilda og að starfsemin sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti.

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi eftirfarandi fjármálafyrirtækja, vátryggingarfélaga, lífeyrissjóða og annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði, sbr. 2. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi:

Eftirlitsskyld starfsemi

  • Tryggingarsjóður vegna fjármálafyrirtækja (lög nr. 98/1999)
  • Lánveitendur og lánamiðlarar (lög nr. 118/2016)
  • Lánveitendur og lánamiðlarar samkvæmt lögum um neytendalán sem falla undir a lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2018. (Lög nr. 140/2018).

Eftirlit með verðbréfaviðskiptum

Þá hefur Fjármálaeftirlitið einnig eftirlit með

  • yfirtökum á íslenskum útgefendum hvers verðbréf hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði (lög um yfirtökur, nr. 108/2007),
  • veitingu fjárfestingarþjónustu og ástundun fjárfestingarstarfsemi hér á landi (lög um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID II), nr. 115/2021),
  • afleiðuviðskiptum, miðlægum mótaðilum og afleiðuviðskiptaskrám (lög um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (EMIR), nr. 15/2018).
  • markaðssvikum (lög um aðgerðir gegn markaðssvikum (MAR), nr. 60/2021).
  • lýsingum verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði (lög nr. 14/2020).

Eftirlit með slitastjórnum

Fjármálaeftirlitið hefur sérstakt eftirlit með slitum fjármálafyrirtækja sem stýrt er af slitastjórnum, óháð því hvort viðkomandi fyrirtæki er með starfsleyfi, hefur takmarkað starfsleyfi eða starfsleyfið hefur verið afturkallað.

Starfsemi innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hérlendis

Um eftirlit með starfsemi innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hér á landi fer samkvæmt ákvæðum sérlaga og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica