AIF og AIFM skýrslur

Gagnaskilakröfur AIFM (Alternative Investment Fund Managers) tilskipunar Evrópusambandsins (2011/61/EU) voru innleiddar hérlendis með gildistöku laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Lögin mæla m.a. fyrir um upplýsingar sem rekstraraðilum sérhæfðra sjóða ber að standa skil á til fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um sig og sjóðina er þeir stýra.

Leiðbeiningar um skýrsluskil og innihald AIF og AIFM skýrslna

Skýrsla rekstraraðila – AIFM skýrsla

Skýrslan tekur á upplýsingum sem skila ber skv. 48. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og ber starfsleyfisskyldum rekstraraðilum að skila henni.

Skilatíðni er skv. 3. mgr. 110. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013, um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB, að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, vogun, gagnsæi og eftirlit, sem innleidd var með reglugerð nr. 555/2020, um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Hún er því hálfsársleg fyrir félög sem falla undir a-lið 3. mgr. og ársfjórðungsleg fyrir félög sem falla undir b-lið 3. mgr.

Skýrsla sérhæfðra sjóða – AIF skýrsla

Skilatíðni er skv. 3. mgr. 110. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2013, um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB, að því er varðar undanþágur, almenn rekstrarskilyrði, vörsluaðila, vogun, gagnsæi og eftirlit, sem innleidd var með reglugerð nr. 555/2020, um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Hún er því hálfsársleg fyrir félög sem falla undir a-lið 3. mgr. og ársfjórðungsleg fyrir félög sem falla undir b-lið 3. mgr., en jafnframt skulu skráningarskyldir rekstraraðilar skila skýrslunni árlega, sbr. 5. mgr. 5. gr. sömu reglugerðar.

Evrópska verðbréfaeftirlitsstofnunin (European Securities and Markets Authority, ESMA) hefur gefið út XML-skemu vegna þessarar upplýsingagjafar og eru þau aðgengileg á eftirfarandi slóð.

Gögnunum verður aðeins veitt viðtaka á XML formi í gagnaskilakerfi fjármálaeftirlitsins. Við móttöku eru gögnin prófuð á grunni útgefinna gagnareglna ESMA. Falli gögnin á þeim prófum er viðtöku hafnað, en gögnin skulu uppfylla form- og innihaldskröfur útgefnar af ESMA.

Skil í prófunarumhverfi hjá fjármálaeftirlitinu

Opnað hefur verið fyrir skil AIF og AIFM-skýrslna í prófunarumhverfi.
Tekið er við skráningum til þátttöku í netfanginu adstod@sedlabanki.is

Til að hægt sé að senda inn gagnaskilatilvik þarf að tilgreina auðkenni gagnaskilanna, en þau eru 478 fyrir AIFM-skýrsluna og 477 fyrir AIF-skýrsluna.

Sjá nánar leiðbeiningar um gagnaskil í gegnum vefþjónustu hér á vef fjármálaeftirlitsins.

Önnur reglubundin skil rekstraraðila sérhæfðra sjóða

Á meðfylgjandi slóð má nálgast skýrsluskilayfirlit yfir þær skýrslur sem ber að senda fjármálaeftirlitinu með reglubundnum hætti fyrir annars vegar starfsleyfisskylda rekstraraðila og hins vegar skráningarskylda rekstraraðila.

Fyrir nýja skýrsluskilaaðila er vakin sérstök athygli á annars vegar skýrslu um sundurliðun fjárfestinga verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta og hins vegar skýrslu um sundurliðun fjárfestinga og skulda sérhæfðra sjóða annarra en fyrir almenna fjárfesta. Senda ber sérgreindar upplýsingar fyrir hvern sjóð í rekstri rekstraraðila þar sem tilgreindar eru allar fjárfestingar hvers sjóðs. Leiðbeiningar um útfyllingu skýrslnanna má nálgast hér:

Ýmsir gagnlegir AIFM tenglar

Ýmsir tenglar vegna AIFM tilskipunarinnar og innleiðingar hennar í íslenskan rétt

Ýmsir AIFM tenglar á vefsíðu ESMA

 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica