Þjónustuvefur

Leiðbeiningar um skil á CRD IV gögnum

Eftirfarandi leiðbeiningar eru upplýsingar um hvernig eftirlitsskyldir aðilar geta skilað CRD IV gögnum á XBRL formi til Fjármálaeftirlitsins á rafrænu formi í gegnum vefþjónustu. Þau gögn sem heyra undir CRD IV eru COREP, Stórar áhættuskuldbindingar, FINREP, Vogunarhlutfall og Heildarkostnaður vegna fullnustu fasteignaveðlána.

 

Allar fyrirspurnir varðandi CRDIV sendist á crd_iv@fme.is

CRD IV

Upplýsingar um CRD IV er að finna á vefsíðu EBA.

Þar er m.a. að finna skjöl um Data Point Model (DPM) sem er nákvæm lýsing á þeim gagnapunktum sem hægt er að senda á XBRL formi. Einnig er þar að finna XBRL tegundaraðir (e. taxonomy).

Tegundaröðun - útgáfa 2.6 og 2.7 vegna eindaga á árinu 2018

 GagnaskilUppgjörsdags. Skiladags.  Tegundaröðun
 COREP / Stórar áhættuskuldbindingar31.12.2017 12.02.2018 2.2.2
 31.03.2018 14.05.2018 2.3.0
 FINREP31.12.2017 12.02. 2018 2.1.5
 31.03.2018 14.05.2018 2.2.1
 Kvaðir á eignum31.12.2017 12.02.2018 1.0.3
 31.03.2018 14.05.2018 1.0.4
 Fjármögnunaráætlun31.12.2017 01.02.2018 1.0.4

Þegar skilað er inn COREP og/eða FINREP þarf að skila útfylltum töflum (eða tilsvarandi gagnapunktum) C 00.01 í COREP og F 00.01 í FINREP. Töflurnar gefa til kynna grunnupplýsingar um sendanda og ganga undir nafninu „Nature of Report“. 

ATH! Skila ber öllum COREP töflum/gagnapunktum að undanskildum töflum C 05.02 (Capital Adequacy - Transitional provisions: Grandfathered instruments constituting State aid) og C24.00 (Market risk: Internal models - Total)

Loks má benda á EBA Reporting Framework þar sem m.a. má finna EBA Filing Rules sem innihalda reglur um XBRL skjölun.

Skiladagsetningar

Skilaeindagar á árinu 2018

Áætlun um alla skilaeindaga fyrir árið má nálgast hér. Sérstök athygli er vakin á að skilaeindagar vegna FINREP skýrslu á móðurgrunni og uppfærðrar skýrslu um vogunarhlutfall kunna að breytast. Fjármálafyrirtæki eru hvött til að fylgjast með nýjustu upplýsingum um gagnaskil fram í tímann á heimasíðu EBA.

 Auðkenni skýrslna 

Skýrsla  Auðkenni
 Corep  424
Stórar áhættuskuldbindingar  428
FINREP  430
FINREP Lána- og verðbréfafyrirtæki   445
Fjármögnunaráætlun (Funding Plan)  440
 Kvaðir á eignum (Asset Encumbrance)  441


Auðkenni skilaaðila

XBRL gögn verða að innihalda upplýsingar um auðkenni skilaaðila (e.entity identifier). Nánari upplýsingar um XBRL auðkenni er m.a. að finna í reglum 2.8 og 2.9 í EBA XBRL Filing Rules. Auðkenni skilaaðila vegna XBRL gagna samanstendur af skema og auðkenni (e. identifier). Auðkenni skal vera LEI kóði skilaaðila. Skema sem EA skulu styðjast við er á "http://standards.iso.org/iso/17442", sjá dæmi hér að neðan:

<xbrli:identifier scheme="http://standards.iso.org/iso/17442">231800WSGIIZCXF1P572</xbrli:identifier>

Vefþjónusta

Eftirlitsskyldir aðilar þurfa að mynda XBRL gögn (e. XBRL instance) og senda FME í gegnum vefþjónustu Skýrsluskilakerfis FME. Nánari upplýsingar um skil í gegnum vefþjónustu er að finna á vef FME:
Leiðbeiningar til að skila skýrslu í gegnum vefþjónustu

Notendanafn og lykilorð fylgja aðgangsstýringum í Skýrsluskilakerfinu. Auðkenni skýrslu (templateID) er að finna í töflunni hér fyrir ofan.

Athugið að vefþjónustunni ætti að berast ein skilaboð í gegnum kerfi sem kallast exMon. 

Sannprófun

Öll XBRL gögn sem skilað er verða sannprófuð. Gögnin verða prófuð gagnvart eftirfarandi stöðlum: XBRL 2.1, Dimensions, Formula 1.0, Generic Linkbases og Unit Types Registry. 

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica