Gagnsæi á fjármálamarkaði

Seðlabankinn birtir yfirlit yfir upplýsingar í samræmi við 1. mgr. 143. gr. tilskipunar 2013/36/ESB um starfsemi og eftirlit með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum.

Yfirlitið nær til eftirfarandi efnisþátta:

Lög, reglur og leiðbeinandi tilmæli

Lög, reglugerðir, reglur og leiðbeinandi tilmæli sem sett hafa verið og varða starfsemi og eftirlit með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum á Íslandi.

Val- og heimildarákvæði

Með hvaða hætti val- og heimildarákvæði í CRD IV löggjöfinni hafa verið nýtt.

Könnunar- og matsferli

Almenn viðmið og aðferðafræði sem Seðlabankinn beitir við könnunar- og matsferli (SREP).

Tölulegar upplýsingar

Safn tölulegra upplýsinga um starfsemi og eftirlitsaðgerðir fjármálaeftirlitsins og miðast við stöðu 31. desember 2020.

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin hefur þróað þau sniðmát sem eru notuð. Þau eru birt í reglugerð (ESB) nr. 2019/912 um tæknilegan framkvæmdastaðal varðandi upplýsingagjöf eftirlitsstofnana. Eitt af markmiðunum með birtingu upplýsinganna er að auðvelda samanburð á framkvæmd eftirlits milli eftirlitsstofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins. Samanburð við önnur aðildarríki má finna á heimasíðu EBA.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica