Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins


Fréttir og tilkynningar

Allt

Ábendingar vegna kaupa á vátryggingatengdum fjárfestingaafurðum (Söfnunarlíftryggingum o.fl.) - 19.6.2018

Fjármálaeftirlitið telur að tilefni sé til að vekja athygli á nokkrum atriðum vegna kaupa á vátryggingartengdum fjárfestingaafurðum, svo sem fjárfestingu í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu í tengslum við söfnunarlíftryggingar. Mikilvægt er að neytendur kynni sér ítarlega þá afurð sem til skoðunar er að kaupa, þar með talinn allan kostnað og þá áhættu sem í kaupunum felst. Sérstaklega skal litið til eftirfarandi atriða áður en viðskipti fara fram:

Staða lífeyrissjóðanna við árslok 2017 - 19.6.2018

Fjármálaeftirlitið hefur birt  samantekt um stöðu lífeyrissparnaðar, samtryggingar og séreignar við árslok 2017. Efnið er unnið úr þeim gögnum sem Fjármálaeftirlitinu hafa borist frá lífeyrissjóðum og vörsluaðilum séreignarsparnaðar. 

Lagfæringu lokið - 15.6.2018

Sagt var frá því í frétt fyrr í dag að innherjalistar birtust ekki rétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins og að unnið væri að lagfæringu. Þessari lagfæringu er nú lokið og hægt er að nálgast listana.

Innherjalistar birtast ekki rétt - 15.6.2018

Vegna breytinga í gagnagrunnum Fjármálaeftirlitsins birtast innherjalistar ekki rétt á síðunni: https://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/utgefendur-verdbrefa/fruminnherjar/

Skýrsla um lagaumgjörð Fjármálaeftirlitsins - 13.6.2018

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt skýrslu og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um Endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi o.fl. á vef sínum. Þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra skipaði starfshópinn hinn 24. ágúst 2017 og var verkefni hans að endurskoða lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi auk ákvæða annarra laga um fjármálamarkaði eða fjármálafyrirtæki, sem tengjast eftirliti með markaðnum.


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Tilkynningar um hreinar skortstöður

Fjármálaeftirlitið birtir tilkynningar um verulegar skortstöður í hlutabréfum sem tekin hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica