Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Fjármálastöðugleiki

Fjármálastöðugleikaráð er formlegur samstarfsvettvangur stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hlutverk þess er að efla og varðveita fjármálastöðugleika, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu.

 

Ritið Verðskuldað traust

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út ritið Verðskuldað traust sem geymir meðal annars stefnumarkandi áherslur næstu árin.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Dreifibréf til fjármálafyrirtækja vegna væntanlegra laga um skortsölu fjármálagerninga og tiltekna þætti skuldatrygginga - 19.4.2017

Fjármálaeftirlitið sendi í dag fjármálafyrirtækjum dreifibréf þar sem bent var á að frumvarp til laga um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga hefur verið lagt fram á Alþingi. Eins og segir í dreifibréfinu er með framlagningu frumvarpsins stefnt að því að reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu og tiltekna þætti skuldatrygginga nr. 236/2012 verði innleidd í íslensk lög og samkvæmt frumvarpinu munu lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Samkomulag um sátt vegna brots Stefnis hf. á 1. mgr. 59. gr., sbr. 30. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði - 12.4.2017

Hinn 20. febrúar sl. gerðu Fjármálaeftirlitið og Stefnir hf., hér eftir nefndur málsaðili, með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots á 1. mgr. 59. gr., sbr. 30. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Niðurstaða athugunar á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Motus ehf., Orkuveitu Reykjavíkur og Símanum hf. - 11.4.2017

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Motus ehf., Orkuveitu Reykjavíkur og Símanum hf. í janúar 2017. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort innheimta félaganna sé í samræmi við góða innheimtuhætti líkt og kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. innheimtulaga nr. 95/2008 og hvort innheimtuviðvaranir félaganna séu í samræmi við 7. gr. innheimtulaga. Þar á meðal hvort hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, með síðari breytingum. Athugunin beindist að upplýsingum um fyrstu fimm innheimtumál sem stofnuð voru í byrjun hvers ársfjórðungs, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október 2016, hjá hverjum og einum. Verkferlar félaganna voru skoðaðir, ásamt gjaldskrám þeirra. Niðurstöður athugunarinnar lágu fyrir í mars 2017 að undangengnum samskiptum við hluteigandi innheimtufélag hverju sinni.


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica