Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins


Fréttir og tilkynningar

Allt

Lagfæringu lokið - 15.6.2018

Sagt var frá því í frétt fyrr í dag að innherjalistar birtust ekki rétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins og að unnið væri að lagfæringu. Þessari lagfæringu er nú lokið og hægt er að nálgast listana.

Innherjalistar birtast ekki rétt - 15.6.2018

Vegna breytinga í gagnagrunnum Fjármálaeftirlitsins birtast innherjalistar ekki rétt á síðunni: https://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/utgefendur-verdbrefa/fruminnherjar/

Skýrsla um lagaumgjörð Fjármálaeftirlitsins - 13.6.2018

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt skýrslu og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um Endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi o.fl. á vef sínum. Þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra skipaði starfshópinn hinn 24. ágúst 2017 og var verkefni hans að endurskoða lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi auk ákvæða annarra laga um fjármálamarkaði eða fjármálafyrirtæki, sem tengjast eftirliti með markaðnum.

Fjármálaeftirlitið birtir til umsagnar drög að reglum um skráningu þjónustuveitenda sem bjóða upp á stafræn veski og viðskipti með sýndarfé - 13.6.2018

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 2/2018 um drög að reglum um gjaldeyrisskiptastöðvar, peninga- og verðmætasendingarþjónustu, þjónustuveitendur sem bjóða upp á viðskipti milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla og þjónustuveitendur stafrænna veskja.

Hver ber ábyrgð á hæfi stjórnarmanna? - 8.6.2018

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarið um hæfi tiltekinna stjórnarmanna eftirlitsskyldra aðila vill Fjármálaeftirlitið árétta að það er fyrst og fremst á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að tryggja að framkvæmdastjóri og stjórnarmenn uppfylli á hverjum tíma kröfur laga og reglna um hæfi og hæfni. Fyrirtækjunum og/eða aðilunum sjálfum ber jafnframt að upplýsa Fjármálaeftirlitið um það ef breytingar verða á áður veittum upplýsingum sem geta haft áhrif á hæfi og hæfni framangreindra aðila. 


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Tilkynningar um hreinar skortstöður

Fjármálaeftirlitið birtir tilkynningar um verulegar skortstöður í hlutabréfum sem tekin hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica