Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins


Fréttir og tilkynningar

Allt

Fjármálaeftirlitið veitir Aur app ehf. innheimtuleyfi - 20.9.2018

Fjármálaeftirlitið veitti Aur app ehf., kt. 570715-0620, þann 14. september 2018 innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum nr. 95/2008. 

Fjármálaeftirlitið gefur út umræðuskjal um drög að reglum um vátryggingafélög sem undanþegin eru tilteknum ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi - 19.9.2018

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 6/2018 um drög að reglum um vátryggingafélög sem undanþegin eru tilteknum ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.

Niðurstaða athugunar á meðhöndlun kvartana hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf. - 19.9.2018

Fjármálaeftirlitið hóf í júlí 2018 athugun á meðhöndlun kvartana hjá ofangreindum bönkum. Markmið athugunarinnar var að skoða sérstaklega hvort framkvæmdin væri í samræmi við II. kafla reglna nr. 672/2017 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti en þar er fjallað um samskipti fjármálafyrirtækja við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana. 

Afturköllun starfsleyfis Guðmundar Þórs Magnússonar til miðlunar vátrygginga - 19.9.2018

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur afturkallað starfsleyfi Guðmundar Þórs Magnússonar, kt. 011158-2269, til miðlunar vátrygginga samkvæmt lögum nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga, á grundvelli þess að starfsemi hefur verið hætt í meira en sex mánuði samfellt, sbr. 5. töluliður 1. mgr. 34. gr. laganna. Í samræmi við framangreint hefur Fjármálaeftirlitið fellt Guðmund út af vátryggingamiðlaraskrá og verður tilkynning um afturköllun starfsleyfis birt í Lögbirtingablaði.

Niðurstaða athugunar á útlánum til lögaðila hjá Íbúðalánasjóði - 14.9.2018

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á útlánum til lögaðila hjá Íbúðalánasjóði fyrr á árinu, en Íbúðalánasjóður sætir eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 11. gr. d. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. 


Áhugavert

Viðvaranir

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á viðvörunum til fjárfesta á vefsíðum IOSCO og ESMA

Tilkynningar um hreinar skortstöður

Fjármálaeftirlitið birtir tilkynningar um verulegar skortstöður í hlutabréfum sem tekin hafa verið til viðskipta á viðskiptavettvangi.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX
Language


Útlit síðu:

Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica