Fjárfestar

Fjárfestavernd

Ákvæðum um fjárfestavernd í lögum um verðbréfaviðskipti (nr. 108/2007) er ætlað að tryggja neytendum fjármálaþjónustu að fjármálafyrirtæki ástundi eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og -venjur í verðbréfaviðskiptum í starfsemi sinni og að þau hafi trúverðugleika fjármálamarkaðarins og hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

Skriflegir viðskiptaskilmálar

Helstu þættir fjárfestaverndar felast meðal annars í skyldu fjármálafyrirtækja til að gera skriflega viðskiptaskilmála við viðskiptavini sína, taki þau að sér þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta fyrir almennan fjárfesti og rekstur skráa um alla samninga sem gerðir eru við viðskiptavini.

Flokkun viðskiptamanna

Flokkun fjárfesta  er einnig skylda í starfsemi fjármálafyrirtækja, en í því felst flokkun viðskiptavina í almenna fjárfesta, fagfjárfesta og viðurkennda gagnaðila. Almennir fjárfestar njóta ríkustu verndar, en fagfjárfestar og viðurkenndir gagnaðila njóta minni verndar. Tekið er mið af reynslu, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að taka ákvarðanir um fjárfestingar og meta áhættu sem þeim fylgir.

Fjármálafyrirtækjum ber jafnframt að gera mat á hæfi viðskiptavina sinna og mat á tilhlýðileika viðskiptagernings í ljósi reynslu og þekkingar viðskiptavina. Telji fjármálafyrirtæki tiltekin viðskipti ekki viðeigandi fyrir tiltekin viðskiptavin, skal það ráða honum frá þeim.

Besta framkvæmd viðskipta

Fjármálafyrirtækjum ber að tryggja viðskiptavinum sínum bestu framkvæmd viðskipta með því að leita allra leiða til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptavini sína við framkvæmd viðskiptafyrirmæla, með tilliti til verðs, kostnaðar, hraða, líkinda til þess að af viðskiptunum verði, umfangs, eðlis og annarra þátta sem máli skipta.

Hagsmunaárekstrar

Fjármálafyrirtækjum ber að gera allar tiltækar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar skaði hagsmuni viðskiptavina, sem og að skipuleggja starfsemi sína á þann veg að sem minnst hætta sé á hagsmunaárekstrum.

Fjármálafyrirtæki ber að greina mögulega hagsmunaárekstra, annars vegar milli fyrirtækisins sjálfs og viðskiptavina þess hins vegar, svo og á milli viðskiptavina þess innbyrðis.

Viðvaranir til fjárfesta

Viðvaranir sem ESMA gefur út
Viðvaranir sem IOSCO gefur út

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica