Útgefið efni

Ákvarðanir og gagnsæi

Fyrirsagnalisti

22.3.2017 : Niðurstöður athugunar á tölvuöryggi Kauphallar Íslands

Fjármálaeftirlitið hefur í samstarfi við fjármálaeftirlit Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, þar sem Nasdaq Nordic rekur kauphallir, framkvæmt athugun á öryggi tölvukerfa á grundvelli samstarfssamnings um eftirlit með kauphöllum Nasdaq á Norðurlöndunum.

14.3.2017 : Niðurstöður athugunar hjá Kviku banka hf. á tilteknum þáttum í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Fjármálaeftirlitið lauk athugun hjá Kviku banka hf. (hér eftir Kvika) í febrúar 2017. Athugunin beindist að tilteknum þáttum í aðgerðum Kviku gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. lög nr. 64/2006. Í athuguninni var lögð sérstök áhersla á könnun Kviku á áreiðanleika upplýsinga um viðskiptamenn sína, reglubundið eftirlit með samningssambandinu við viðskiptamenn, tilkynningarskyldu og þjálfun starfsfólks. 

24.2.2017 : Niðurstaða athugunar á eftirliti með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Borgun hf. með bréfi dagsettu hinn 27. maí 2016. Athugunin beindist að framfylgni Borgunar hf. við lög nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka vegna færsluhirðingar félagsins erlendis, sbr. einnig leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins nr. 5/2014 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

27.1.2017 : Niðurstaða athugunar á mati á hæfi og tilhlýðileika fjármálaþjónustu Arctica Finance hf.

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á mati Arctica Finance hf. á hæfi viðskiptavina sinna vegna eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar og tilhlýðileika fjármálaþjónustunnar þann 6. maí 2016. Markmið athugunarinnar var að kanna hvort verklag og eftirlit verðbréfafyrirtækisins í tengslum við öflun upplýsinga um viðskiptavini sína og ráðleggingar til þeirra vegna eignastýringar og veittrar fjárfestingarráðgjafar væri í samræmi við 15. og 16. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.), sbr. 35. og 36. gr. reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskipti fjármálafyrirtækja. 
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica