Ákvarðanir og gagnsæi


Ákvarðanir og gagnsæi: maí 2011

Fyrirsagnalisti

31.5.2011 : Niðurstaða athugunar á Tryggingamiðstöðinni hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 1. og 3. mgr. 9 gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, athugun á ákveðnum þáttum í starfsemi Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á tímabilinu 17. september 2007 til 30. apríl 2010. Í kjölfar hennar aflaði Fjármálaeftirlitið fyllri gagna í samskiptum við félagið.

Lesa meira

25.5.2011 : Niðurstaða athugunar á Vátryggingafélagi Íslands hf.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 1. og 3. mgr. 9 gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, athugun á ákveðnum þáttum í starfsemi Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) á tímabilinu febrúar 2008 til febrúar 2010. Í kjölfar þessa aflaði Fjármálaeftirlitið fyllri gagna í samskiptum við forsvarsaðila félagsins.

Lesa meira

18.5.2011 : Lokaniðurstaða athugunar á fjárfestingum hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum

Fjármálaeftirlitið vísar til fyrri gagnsæistilkynningar sem birt var á heimasíðu þess þar sem gerð var grein fyrir tilteknum atriðum sem þörfnuðust úrbóta í kjölfar athugunar á fjárfestingum hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum.

Lesa meira

18.5.2011 : Niðurstaða athugunar á tryggingafræðilegri stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins

Fjármálaeftirlitið hefur krafist þess að stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) endurskoði iðgjald launagreiðenda til A-deildar sjóðsins, þar sem ákvæði 13. gr. laga nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins kveður á um að iðgjald launagreiðenda á hverjum tíma sé við það miðað að það dugi til að lífeyrissjóðurinn geti staðið við heildarskuldbindingar sínar. Fjármálaeftirlitið fellst ekki á þau sjónarmið sem m.a. komu fram í ársskýrslu LSR fyrir árið 2009, að LSR falli undir ákvæði 39. gr. laga nr. 129/1997, sem gilda um almenna lífeyrissjóði og veitir þeim lífeyrissjóðum heimild til að hafa 10% mun á eignaliðum og lífeyrisskuldbindingum, eða bráðabirgðaákvæði nr. VI við þau lög sem leyfir að munurinn geti verið 15% árin 2008, 2009 og 2010.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica