Þjónustuvefur
Þjónustuvefur Fjármálaeftirlitsins hefur það hlutverk að auka öryggi og skilvirkni við móttöku gagna hjá Fjármálaeftirlitinu. Þjónustuvefnum er ætlað að sinna tvíþættu hlutverki. Annars vegar að taka á móti reglubundnum gagnaskilum frá eftirlitsskyldum aðilum í gegnum gagnaskilakerfi og hins vegar að taka á móti öðrum gagnasendingum, svo sem eyðublöðum, umsóknum og tilkynningum í gegnum þjónustugátt. Hægt er að senda inn í gögn í tengslum við mat á hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna ásamt því að tilkynna um brot á fjárfestingarheimildum í gegnum þjónustugáttina.
Önnur eyðublöð og tilkynningar, sem finna má hér til vinstri á síðunni, skal enn sem komið er senda á netfangið sedlabanki@sedlabanki.is