Skráning lánveitenda og lánamiðlara

Til að mega veita fasteignalán til neytenda í atvinnuskyni er það gert að skilyrði að aðili hafi verið skráður af Seðlabankanum, samkvæmt XIII. kafla laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Hið sama á við um aðila sem vilja stunda miðlun slíkra lána, sbr. XIV. kafla laganna. Þó geta lánastofnanir, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, lífeyrissjóðir og vátryggingafélög veitt fasteignalán án undangenginnar skráningar. Auk þess geta lánastofnanir, og í vissum tilvikum lögmenn og endurskoðendur, stundað lánamiðlun án undangenginnar skráningar.

Umsókn um skráningu

Umsókn um skráningu til að starfa sem lánveitandi eða lánamiðlari skal vera skrifleg og skulu henni fylgja tilteknar upplýsingar. Seðlabankinn hefur útbúið yfirlit yfir þær upplýsingar sem stofnunin fer fram á að fylgi umsókn.

Upplýsingagjöf vegna umsóknar um skráningu má finna á Þjónustuvef bankans undir „Skráningar“.

Eftirlit með lánveitendum og lánamiðlurum

Seðlabankinn hefur sértækt eftirlit með lánveitendum og lánamiðlurum, sbr. XVI. kafla laganna. Neytendastofa annast almennt eftirlit með því að ákvæðum laganna og reglna settra á grundvelli þeirra sé fylgt, sbr. XV. kafla laganna.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica