Fjármálafyrirtæki

  • Verdbrm

Íslensk fjármálafyrirtæki starfa samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hlutverk Seðlabanka Íslands er m.a. að hafa framsýnt og áhættumiðað eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, einkum helstu áhættuþáttum. Þannig stuðlar Seðlabankinn að fjárhagslegu heilbrigði þeirra, eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum og viðvarandi aðgengi almennings og fyrirtækja að traustri fjármálaþjónustu.

Seðlabankinn ber m.a. ábyrgð á eftirfarandi þáttum:

  • Stuðlar að því að eftirlitsskyldir aðilar séu fjárhagslega heilbrigðir, þeim sé stjórnað af fagmennsku og séu meðvitaðir um áhættu í starfsemi sinni.
  • Hefur eftirlit með því að eftirlitsskyldir aðilar starfi í samræmi við gildandi lög og reglur, þar á meðal að þeir stundi heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti, og bregst við frávikum á viðeigandi hátt.
  • Greinir og hefur skýra yfirsýn yfir áhættuþætti í starfsemi eftirlitsskyldra aðila, vaktar mikilvæga áhrifaþætti í starfsemi þeirra og grípur til viðeigandi ráðstafana.
  • Viðhefur reglulegt og framsýnt frumkvæðiseftirlit sem er áhættumiðað og byggist á áhættugreiningu og markvissri eftirlitsáætlun.
  • Þróar aðferðafræði í eftirliti í samræmi við alþjóðlegar kröfur, gildandi lög og reglur og tækni á hverjum tíma.
  • Gengur úr skugga um að eftirlitsskyldir aðilar séu upplýstir um eðli breytinga á lögum og reglum, þær væntingar sem að baki þeim liggja og séu í stakk búnir að mæta þeim.
  • Er virkur þátttakandi í umræðu um málefni tengd bankamarkaði.
  • Tekur virkan þátt í erlendu samstarfi og fylgist með alþjóðlegri þróun á eftirlitsframkvæmd.

Þjónustugátt

Þjónustuvefur Fjármálaeftirlitsins tekur á móti gagnaskilum frá eftirlitsskyldum aðilum sem og öðrum gagnasendingum, svo sem vegna mats á hæfi.

Lög og tilmæli

Hægt er að fletta upp lögum og tilmælum sem gilda um starfsemi fjármálafyrirtækja með einföldum hætti í leitarvél Fjármálaeftirlitsins.

Sértryggð skuldabréf

Lánastofnanir geta sótt um leyfi til Seðlabanka Íslands til útgáfu sértryggðra skuldabréfa, sbr. I. kafla laga um sértryggð skuldabréf.

Evrópska bankaeftirlitið (EBA)

Evrópska bankaeftirlitið birtir ýmsar upplýsingar í samræmi við stefnu um gagnsæi í eftirlit. Hér má sjá ýmsar lykilstærðir í starfsemi evrópskra banka, þar með talið íslenskra og gera samanburð.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica