Áherslur Fjármálaeftirlitsins 2016 - 2020
Fjármálaeftirlitið gefur út stefnumarkandi áherslur sínar til fjögurra ára í senn. Í ritinu er enn fremur fjallað um áskoranir og framtíðarsýn fyrir fjármálastarfsemi hér á landi og æskilega stöðu árið 2020. Einnig er vikið að hlutverki annarra aðila við að stuðla að heilbrigðu og traustu fjármálakerfi og viðhalda fjármálastöðugleika.