Áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði
Seðlabanki Íslands hefur tekið saman stefnumarkandi áherslur sínar við eftirlit á fjármálamarkaði fyrir árin 2022-2024. Áherslunum er ætlað að vera leiðarljós í umbótastarfi og forgangsröðun í fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og nýtast m.a. við árlega áætlanagerð fyrir fjármálaeftirlitsstarfsemi bankans.
Með birtingu stefnumarkandi áherslna er meðal annars stuðlað að gagnsæi um áherslur í fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Slíkt gagnsæi gerir eftirlitsskyldum aðilum kleift að taka mið af stefnu og markmiðum í fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands í starfsemi sinni.