Stefnumarkandi áherslur
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gefur út stefnumarkandi áherslur sínar til þriggja ára í senn.
Núgildandi áherslur taka til tímabilsins 2022-2024. Áherslunum er ætlað að vera leiðarljós í umbótastarfi og forgangsröðun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og nýtast m.a. við árlega áætlanagerð fjármálaeftirlitsins.
Með birtingu stefnumarkandi áherslna er m.a. markmiðið að stuðla að gagnsæi um áherslur fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Slíkt gagnsæi gerir eftirlitsskyldum aðilum kleift að taka mið af stefnu og markmiðum fjármálaeftirlitsins í starfsemi sinni.
Áherslur fyrri ára
Fjármálaeftirlitið gaf út stefnumarkandi áherslur til fjögurra ára 2016-2020: