Listi yfir starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa
Einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og nánum samstarfsmönnum eru taldir vera í einstaklingar í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, sbr. 6. tölulið 3. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Tilkynningarskyldir aðilar skulu hafa viðeigandi kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort innlendur eða erlendur viðskiptamaður eða raunverulegur eigandi sé í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 140/2018 en við þær aðstæður skal framkvæmd aukin áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. gr. og uppfylla kröfur 17. gr. laga nr. 140/2018.
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skal halda lista yfir þau starfsheiti hér á landi sem teljast til háttsettra opinberra starfa, sbr. 10.gr. reglugerðar nr. 1420/2020 um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkvæmt sömu grein skal listinn birtur opinberlega á vefsvæði Seðlabanka Íslands. Á listanum koma fram starfsheiti og nafn stofnunar, samtaka, fyrirtækis eða stjórnmálaflokks, eftir því sem við á. Listinn byggir á ákvæðum reglugerðarinnar og á upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og stjórnmálaflokkum sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi 1. febrúar 2021, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar.
Tilgreining starfsheita og útgáfa neðangreinds lista hefur ekki áhrif á skyldu tilkynningarskyldra aðila samkvæmt 17. gr. laga nr. 140/2018 að meta hverju sinni hvort innlendur eða erlendur viðskiptamaður eða raunverulegur eigandi sé í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, en hægt er að hafa listann til hliðsjónar við matið.
Birt 1. febrúar 2021
Forseti Íslands og ráðherrar
Nafn | Starfsheiti |
Embætti forseta Íslands | Forseti Íslands |
Forsætisráðuneytið | Forsætisráðherra |
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið | Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra |
Dómsmálaráðuneytið | Dómsmálaráðherra |
Félagsmálaráðuneytið | Félags- og barnamálaráðherra |
Fjármála- og efnahagsráðuneytið | Fjármála- og efnahagsráðherra |
Heilbrigðisráðuneytið | Heilbrigðisráðherra |
Mennta- og menningarmálaráðuneytið | Mennta- og menningarmálaráðherra |
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið | Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra |
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið | Umhverfis- og auðlindaráðherra |
Utanríkisráðuneytið | Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra |
Þingmenn
Nafn | Starfsheiti | Starfsheiti |
Flokkur fólksins | Þingmenn | Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi |
Framsóknarflokkurinn | Þingmenn | Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi |
Miðflokkurinn | Þingmenn | Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi |
Píratar | Þingmenn | Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi |
Samfylkingin | Þingmenn | Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi |
Sjálfstæðisflokkurinn | Þingmenn | Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi |
Viðreisn | Þingmenn | Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi |
Vinstrihreyfingin – grænt framboð | Þingmenn | Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi |
Einstaklingar í stjórnum stjórnmálaflokka
Nafn | Starfsheiti |
Flokkur fólksins | Stjórnarmenn |
Framsóknarflokkurinn | Aðilar í framkvæmdastjórn |
Miðflokkurinn | Stjórnarmenn |
Píratar | Aðilar í framkvæmdastjórn |
Samfylkingin | Stjórnarmenn |
Sjálfstæðisflokkurinn | Aðilar í framkvæmdastjórn |
Viðreisn | Stjórnarmenn |
Vinstrihreyfingin – grænt framboð | Stjórnarmenn |
Hæstaréttardómarar, Landsréttardómarar og dómarar
við sérdómstóla og íslenskir dómarar
við alþjóðadómstóla
Nafn | Starfsheiti |
Hæstiréttur Íslands | Dómarar |
Landsréttur | Dómarar |
Félagsdómur | Dómarar |
Endurupptökudómstóll | Dómarar |
Landsdómur | Dómarar |
Mannréttindadómstóll Evrópu (European Court of Human Rights, ECHR) | Dómarar |
EFTA-dómstóllinn (EFTA Court) | Dómarar |
Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn (International tribunal for law of the sea, ITLOS) | Dómarar |
Hæstráðendur Seðlabanka Íslands
Nafn | Starfsheiti | Starfsheiti |
Seðlabanki Íslands | Seðlabankastjóri | Varaseðlabankastjórar |
Sendiherrar og staðgenglar sendiherra
Nafn | Starfsheiti | Starfsheiti |
Sendiráð Íslands í Berlín | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Brussel | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Helsinki | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Kampala | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Lilongwe | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í London | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Moskvu | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Nýju Delí | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Osló | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Ottawa | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í París | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Peking | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Stokkhólmi | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Tókýó | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Sendiráð Íslands í Washington D.C. | Sendiherra | Staðgenglar sendiherra |
Fulltrúar í stjórn og framkvæmdastjóri fyrirtækis í eigu íslenska ríkisins
Kennitala | Heiti | Starfsheiti | Starfsheiti |
4911060180 | Eignarhlutir ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
5112032950 | Farice ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
6608051250 | Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. | Stjórnarmenn | Forstjóri |
6009060460 | Hugverkasjóður Íslands ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdarstjóri |
7110110990 | Icelandic Trademark Holding | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
5502100370 | Isavia ohf. | Stjórnarmenn | Forstjóri |
4910080160 | Íslandsbanki hf. | Stjórnarmenn | Bankastjóri |
7012966139 | Íslandspóstur ohf. | Stjórnarmenn | Forstjóri |
4710080280 | Landsbankinn hf. | Bankaráðsmenn | Bankastjóri |
4402022920 | Landskerfi bókasafna hf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
4202691299 | Landsvirkjun | Stjórnarmenn | Forstjóri |
6704160460 | Lindarhvoll ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
6709060190 | Matís ohf. | Stjórnarmenn | Forstjóri |
5110952559 | Neyðarlínan ohf. | Stjórnarmenn | Forstjóri |
5008100410 | Nýr Landspítali ohf. | Stjórnarmenn | Forstjóri |
6608770299 | Orkubú Vestfjarða ohf. | Stjórnarmenn | Orkubússtjóri |
5202692669 | Rarik ohf. | Stjórnarmenn | Forstjóri |
6003070450 | Ríkisútvarpið ohf. | Stjórnarmenn | Útvarpsstjóri |
4903060640 | Sítus ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
5802141180 | Vigdísarholt ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
4705070390 | Vísindagarðurinn ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
7010060970 | Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
6411061430 | Öryggisfjarskipti ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
4902013190 | Rannsókna- og háskólanet Íslands hf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
6209871749 | Tæknigarður ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
4201042350 | Vísindagarðar Háskóla Íslands ehf. | Stjórnarmenn | Framkvæmdastjóri |
Íslenskir fyrirsvarsmenn alþjóðasamtaka og alþjóðastofnana
Nafn | Starfsheiti | Starfsheiti | Starfsheiti |
European Free Trade Association (EFTA) | Framkvæmdastjóri | Aðstoðarframkvæmdastjóri | Stjórnarmenn |
EFTA Surveillance Authority | Framkvæmdastjóri | Aðstoðarframkvæmdastjóri | Stjórnarmenn |