Starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa

Einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og nánum samstarfsmönnum eru taldir vera í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, sbr. 6. tölulið 3. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Tilkynningarskyldum aðilum er skylt að hafa viðeigandi kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort innlendur eða erlendur viðskiptamaður eða raunverulegur eigandi sé í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 140/2018 en við þær aðstæður skal framkvæmd aukin áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. gr. og uppfylla kröfur 17. gr. laga nr. 140/2018.

Seðlabanka Íslands er skylt að halda lista yfir þau starfsheiti hér á landi sem teljast til háttsettra opinberra starfa, sbr. 10.gr. reglugerðar nr. 1420/2020 um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkvæmt sömu grein skal listinn birtur opinberlega á vefsvæði Seðlabanka Íslands. Á listanum skal koma fram starfsheiti og nafn stofnunar, samtaka, fyrirtækis eða stjórnmálaflokks, eftir því sem við á. Listinn byggir á ákvæðum reglugerðarinnar og á upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og stjórnmálaflokkum sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi 1. febrúar 2021, sbr. 11. gr. Reglugerðarinnar.

Tilgreining starfsheita og útgáfa neðangreinds lista hefur ekki áhrif á skyldu tilkynningarskyldra aðila samkvæmt 17. gr. laga nr. 140/2018 að meta hverju sinni hvort innlendur eða erlendur viðskiptamaður eða raunverulegur eigandi sé í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, en hægt er að hafa listann til hliðsjónar við matið.

Listi yfir starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa

Birt 1. febrúar 2021 I Uppfært 11. mars 2024

Forseti Íslands og ráðherrar

Nafn Starfsheiti
Embætti forseta Íslands Forseti Íslands
Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Háskóla-, iðnaða- og nýsköpunarráðherra
Dómsmálaráðuneytið Dómsmálaráðherra
Mennta- og barnamálaráðuneytið Mennta- og barnamálaráðherra
Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðherra
Heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra
Menningar- og viðskiptaráðuneytið Menningar- og viðskiptaráðherra
Innviðaráðuneytið Innviðaráðherra
Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra
Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra
 Félags- og vinnumálaráðuneytið  Félags- og vinnumálaráðherra
 Matvælaráðuneytið   Matvælaráðherra 

Þingmenn

Nafn Starfsheiti Starfsheiti
Flokkur fólksins Þingmenn Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi
Framsóknarflokkurinn Þingmenn Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi
Miðflokkurinn Þingmenn Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi
Píratar Þingmenn Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi
Samfylkingin Þingmenn Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi
Sjálfstæðisflokkurinn Þingmenn Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi
Viðreisn Þingmenn Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi
Vinstrihreyfingin – grænt framboð Þingmenn Varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á Alþingi

Einstaklingar í stjórnum stjórnmálaflokka

Nafn Starfsheiti
Flokkur fólksins Stjórnarmenn
Framsóknarflokkurinn Aðilar í framkvæmdastjórn
Miðflokkurinn Stjórnarmenn
Píratar Aðilar í framkvæmdastjórn
Samfylkingin Stjórnarmenn
Sjálfstæðisflokkurinn Aðilar í framkvæmdastjórn
Viðreisn Stjórnarmenn
Vinstrihreyfingin – grænt framboð Stjórnarmenn

 

Hæstaréttardómarar, Landsréttardómarar og dómarar
við sérdómstóla og íslenskir dómarar
við alþjóðadómstóla

Nafn Starfsheiti
Hæstiréttur Íslands Dómarar
Landsréttur Dómarar
Félagsdómur Dómarar
Endurupptökudómstóll Dómarar
Landsdómur Dómarar
Mannréttindadómstóll Evrópu (European Court of Human Rights, ECHR) Dómarar
EFTA-dómstóllinn (EFTA Court) Dómarar
Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn (International tribunal for law of the sea, ITLOS) Dómarar

 

Hæstráðendur Seðlabanka Íslands og ríkisendurskoðandi

Nafn Starfsheiti Starfsheiti
Seðlabanki Íslands Seðlabankastjóri Varaseðlabankastjórar
 Ríkisendurskoðandi  Ríkisendurskoðandi  

 

Sendiherrar og staðgenglar sendiherra

Nafn Starfsheiti Starfsheiti
Sendiráð Íslands í Berlín Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Brussel Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Helsinki Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Kampala Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Lilongwe Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í London Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Moskvu Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Nýju Delí Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Osló Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Ottawa Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í París Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Peking Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Stokkhólmi Sendiherra Staðgenglar sendiherra
Sendiráð Íslands í Tókýó Sendiherra Staðgenglar sendiherra
 Sendiráð Íslands í Varsjá Sendiherra Staðgenglar sendiherra 
Sendiráð Íslands í Vín Sendiherra Staðgenglar sendiherra 
Sendiráð Íslands í Washington D.C. Sendiherra Staðgenglar sendiherra

 

Fulltrúar í stjórn og framkvæmdastjóri fyrirtækis í eigu íslenska ríkisins

Kennitala Heiti Starfsheiti Starfsheiti
5210002790 Auðkenni ehf. Stjórnarmenn Framkvæmdastjóri
5112032950 Farice ehf. Stjórnarmenn Framkvæmdastjóri
7110110990 Icelandic Trademark Holding Stjórnarmenn Framkvæmdastjóri
5502100370 Isavia ohf. Stjórnarmenn Forstjóri
 7012966139 Íslandspóstur ohf.  Stjórnarmenn  Forstjóri
5005070550 Keilir Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs Stjórnarmenn Framkvæmdastjóri
4710080280 Landsbankinn hf. Bankaráðsmenn Bankastjóri
4402022920 Landskerfi bókasafna hf. Stjórnarmenn Framkvæmdastjóri
5808042410 Landsnet hf. Stjórnarmenn Framkvæmdastjóri og forstjóri
4202691299 Landsvirkjun Stjórnarmenn Forstjóri
6709060190 Matís ohf. Stjórnarmenn Forstjóri
6608770299 Orkubú Vestfjarða ohf. Stjórnarmenn Orkubússtjóri
5202692669 Rarik ohf. Stjórnarmenn Forstjóri
5802141180 Vigdísarholt ehf. Stjórnarmenn Framkvæmdastjóri

 

Íslenskir fyrirsvarsmenn alþjóðasamtaka og alþjóðastofnana

Nafn Starfsheiti Starfsheiti Starfsheiti
Alþjóðabankinn Framkvæmdastjóri Aðstoðarframkvæmdastjóri Stjórnarmenn
European Free Trade Association (EFTA) Framkvæmdastjóri Aðstoðarframkvæmdastjóri Stjórnarmenn
EFTA Surveillance Authority Framkvæmdastjóri Aðstoðarframkvæmdastjóri Stjórnarmenn
Uppbyggingarsjóður EES Framkvæmdastjóri Aðstoðarframkvæmdastjóri Stjórnarmenn

 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica