Starfsemi erlendra aðila á Íslandi
Starfsemi erlendra aðila á Íslandi
Fjármálafyrirtæki (viðskiptabankar, verðbréfafyrirtæki og rekstrarfélög verðbréfasjóða), rafeyrisfyrirtæki, greiðslustofnanir, vátryggingafélög, vátryggingamiðlarar, rekstraraðilar sérhæfðra sjóða og skráðir lánveitendur, sem hafa staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, er heimilt að veita þjónustu hér á landi með eða án stofnunar útibús. Aðilum sem hyggjast veita þjónustu á Íslandi ber að tilkynna eftirlitsaðila í heimaríki sínu um slíkar fyrirætlanir. Ekki er heimilt að hefja þjónustu fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur fengið tilkynningu þar að lútandi frá eftirlitsaðila fyrirtækisins í heimaríki þess.
Hér er hægt að fletta upp þeim erlendu aðilum sem heimild hafa til að starfa hér á landi.
Fyrirvarar:
- Starfsheimildir samkvæmt Markets in Financial Instruments Directive (MiFID): Leitarvélin inniheldur enn sem komið er ekki upplýsingar um starfsheimildir verðbréfafyrirtækja sem hafa tilkynnt um veitingu þjónustu hér á landi á grundvelli MiFID.
- Sjóðir markaðssettir af erlendum rekstrarfélögum: Leitarvélin inniheldur enn sem komið er ekki upplýsingar um þá sjóði sem rekstrarfélög verðbréfasjóða eða rekstraraðilar sérhæfðra sjóða hafa heimild til að markaðssetja hér á landi.
Útibú/umboðsaðilar/dreifingaraðilar/einkaumboðsmaður erlendra aðila með staðfestu á Íslandi
Erlendur aðili
Erlendur aðili | Útibú/umboðsaðili/dreifingaraðili/einka- umboðsmaður |
Nafn | Heimilisfang | Tegund þjónustu | |
---|---|---|---|---|---|
Allianz Lebensversicherungs AG | Vátryggingaumboðsmaður Alexandra Muenchmeier er í fyrirsvari fyrir útibúið og hefur heimild til að skuldbinda félagið gagnvart þriðja aðila og koma fram á þess vegum gagnvart stjórnvöldum í aðildarríkinu, sbr. 3. tl. 2. mgr. 124. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. |
Allianz Ísland hf. | Dalshraun 3, 220 Hafnarfirði | Líftryggingar, gr. II og III. | |
Allianz Versicherungs AG | Vátryggingaumboðsmaður Alexandra Muenchmeier er í fyrirsvari fyrir útibúið og hefur heimild til að skuldbinda félagið gagnvart þriðja aðila og koma fram á þess vegum gagnvart stjórnvöldum í aðildarríkinu, sbr. 3. tl. 2. mgr. 124. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. |
Allianz Ísland hf. | Dalshraun 3, 220 Hafnarfirði | Skaðatryggingar, greinafl. 13, 16 | |
Western Union Payment Services Ireland Limited | Umboðsaðili greiðslustofnunar | Íslandspóstur ohf. | Stórhöfði 29, 110 Reykjavík | Peningasending (Money remittance) | |
American Express Payments Europe S.L. | Umboðsaðili greiðslustofnunar | Teya Iceland hf. | Katrínartúni 4, 105 Reykjavík | Færsluhirðing (Acquiring of payment transactions) | |
American Express Payments Europe S.L. | Umboðsaðili greiðslustofnunar | Rapyd Europe hf. | Dalshrauni 2, 220 Hafnarfirði | Færsluhirðing (Acquiring of payment transactions) | |
PM-Premium Makler GmbH | Útibú vátryggingamiðlara Gestur Breiðfjörð Gestsson er í fyrirsvari fyrir útibúið |
PM-Premium Makler GmbH, útibú á Íslandi | Garðatorg 7, 210 Garðabær |
Dreifing vátrygginga | |
Nasdaq CSD SE | Útibú verðbréfamiðstöðvar | Nasdaq CSD SE, útibú á Íslandi | Laugavegi 182, 105 Reykjavík | Starfræksla verðbréfauppgjörskerfis | |
Arena Wealth Management S.A. | Útibú verðbréfafyrirtækis Sigvaldi Stefánsson og Halldór Stefánsson eru í fyrirsvari fyrir útibúið. |
Arena Wealth Management S.A., útibú á Íslandi | Hellusund 6, 101 Reykjavík | Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf. | |
Arena Wealth Management S.A. | Einkaumboðsmaður Bjarni Brynjólfsson er í fyrirsvari fyrir Arngrimsson Advisors ehf. |
Arngrimsson Advisors ehf. | Austurstræti 18, 101 Reykjavík |
Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga og fjárfestingarráðgjöf | |
Howden Finland Oy | Útibú vátryggingamiðlara. Bjarni Ólafsson er í fyrirsvari fyrir útibúið. | Howden Finland Oy, útibú á Íslandi | Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Dreifing vátrygginga |
Erlendir verðbréfasjóðir með staðfestu innan EES
Samkvæmt 103. gr. laga nr. 116/2021 er heimilt að markaðssetja hér á landi verðbréfasjóð með staðfestu og staðfestingu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hér er listi yfir þá erlendu verðbréfasjóði sem hafa tilkynnt um fyrirhugaða markaðssetningu hér á landi.
Sérhæfðir sjóðir með staðfestu utan EES
Samkvæmt 63. gr. laga nr. 45/2020 er rekstraraðilum með staðfestu og starfsleyfi innan EES heimilt að markaðssetja til fagfjárfesta hér á landi sérhæfða sjóði með staðfestu utan EES að fenginni heimild Seðlabanka Íslands.
Samkvæmt 64. gr. laga nr. 45/2020 er skráðum rekstraraðilum með staðfestu hér á landi heimilt að markaðssetja til fagfjárfesta hér á landi sérhæfðan sjóð með staðfestu utan EES að fenginni heimild Seðlabanka Íslands. Þá er rekstraraðila með staðfestu utan Íslands, þar á meðal skráningarskyldum rekstraraðila innan EES, heimilt að markaðssetja sérhæfðan sjóð hér á landi til fagfjárfesta að fenginni heimild Seðlabanka Íslands.
Hér er umsóknareyðublað sem þarf að fylla út til að sækja um heimild til markaðssetningar hér á landi.
Hér er listi yfir þá sjóði sem heimild hafa fengið til markaðssetningar hér á landi.