Starfsemi erlendra aðila á Íslandi

Starfsemi erlendra aðila á Íslandi

Fjármálafyrirtæki (viðskiptabankar, verðbréfafyrirtæki og rekstrarfélög verðbréfasjóða), rafeyrisfyrirtæki, greiðslustofnanir, vátryggingafélög, vátryggingamiðlarar, rekstraraðilar sérhæfðra sjóða og skráðir lánveitendur, sem hafa staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, er heimilt að veita þjónustu hér á landi með eða án stofnunar útibús. Aðilum sem hyggjast veita þjónustu á Íslandi ber að tilkynna eftirlitsaðila í heimaríki sínu um slíkar fyrirætlanir. Ekki er heimilt að hefja þjónustu fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur fengið tilkynningu þar að lútandi frá eftirlitsaðila fyrirtækisins í heimaríki þess.

 

Hér er hægt að fletta upp þeim erlendu aðilum sem heimildhafa til að starfa hér á landi.

Fyrirvarar:

- Starfsheimildir samkvæmt Markets in Financial Instruments Directive (MiFID): Leitarvélin inniheldur enn sem komið er ekki upplýsingar um starfsheimildir verðbréfafyrirtækja sem hafa tilkynnt um veitingu þjónustu hér á landi á grundvelli MiFID.

- Sjóðir markaðssettir af erlendur rekstrarfélögum: Leitarvélin inniheldur enn sem komið er ekki upplýsingar um þá sjóði sem rekstrarfélög verðbréfasjóða eða rekstraraðilar sérhæfðra sjóða hafa heimild til að markaðssetja hér á landi.

Útibú/umboðsaðilar/dreifingaraðilar erlendra aðila með staðfestu á Íslandi

 

Erlendur aðili

Erlendur aðili  Útibú/umboðsaðili/dreifingaraðili  Nafn  Heimilisfang   Tegund þjónustu  
 Allianz Lebensversicherungs AG  Útibú vátryggingafélags Allianz Ísland hf. Dalshraun 23, 220 Hafnarfirði  Líftryggingar, gr. II og III.  
 Allianz Versicherungs AG  Útibú vátryggingafélags  Allianz Ísland hf. Dalshraun 23, 220 Hafnarfirði Skaðatryggingar, greinafl. 13, 16  
MoneyGram International SPRL  Umboðsaðili greiðslustofnunar Basko verslanir ehf. Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfirði Peningasending (Money remittance)  
Western Union Payment Services Ireland Limited Umboðsaðili greiðslustofnunar Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík Peningasending (Money remittance)  
Western Union Payment Services Ireland Limited Umboðsaðili greiðslustofnunar Íslandspóstur ohf.  Stórhöfði 29, 110 Reykjavík Peningasending (Money remittance)  
American Express Payments Europe S.L. Umboðsaðili greiðslustofnunar  Borgun hf. Ármúli 30, 108 Reykjavík Færsluhirðing (Acquiring of payment transactions)  
Prepaid Financial Services Ltd Dreifingaraðili rafeyrisfyrirtækis iKort ehf. Skipholt 25, 105 Reykjavík Dreifing/innlausn (Distribution/Redemtion of electric money)  
Prepaid Services Company Limited Dreifingaraðili rafeyrisfyrirtækis Basko Verslanir ehf. Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfirði Dreifing á rafeyri (Distribution of electric money)   
PFS Card Services (Ireland) Ltd  Dreifingaraðili rafeyrisfyrirtækis  iKort ehf. Skipholt 25,
105 Reykjavík
Dreifing/Redemtion of electric money  

 

Erlendir verðbréfasjóðir

Samkvæmt 44. gr. laga nr. 128/2011 getur erlendur verðbréfasjóður með staðfestu og staðfestingu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins markaðssett sjóði sína hér á landi. Hér er listi yfir þá erlendu verðbréfasjóði sem hafa tilkynnt um fyrirhugaða markaðssetningu hér á landi.

 

Aðrir sjóðir um sameiginlega fjárfestingu

Sjóðir um sameiginlega fjárfestingu, sem eingöngu eru boðnir eða markaðssettir, án almennrar auglýsingar eða kynningar, til fagfjárfesta hér á landi er heimilt að markaðssetja sig hér á landi að undangenginni tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 47. gr. laga nr. 128/2011 umverðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Hér má finna lista yfir aðila sem heimilt er að markaðssetja sig hér á landi skv. framangreindu lagaákvæði.

 

Fjármálaeftirlitið hefur útbúið gátlista sem verður að fylgja umsókn um slíka markaðssetningu. Með tilkynningu skulu fylgja upplýsingar um heimaríki sjóðsins, rekstraraðila sjóðs og heimilisfang hans, hvort sjóður lúti reglubundnu eftirliti ásamt öðrum upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegar. Fjármálaeftirlitið hefur metið sem svo að nauðsynlegt sé að þessi sjóðir fari eftir og veiti upplýsingar í samræmi við ákvæði 42. gr. AIFMD. 

 

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica