Skrá yfir verðbréfasjóði og sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta
Samkvæmt 30. gr. laga nr. 116/2021, um verðbréfasjóði, skal Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) birta skrá yfir verðbréfasjóði. Samkvæmt 83. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, skal Fjármálaeftirlitið birta skrá yfir sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta. Óheimilt er að markaðssetja sjóði sem verðbréfasjóð eða sérhæfðan sjóð fyrir almenna fjárfesta nema að sjóður hafi fengið staðfestingu Fjármálaeftirlitsins.
Verðbréfasjóðir eru sjóðir um sameiginlega fjárfestingu, sem reknir eru af félagi með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða, sem heimild hafa til að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín til almennings. Um starfsemi verðbréfasjóða, þar með talið innlausnarskyldu og fjárfestingarheimildir, gilda lög nr. 116/2021.
Sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta eru sjóðir um sameiginlega fjárfestingu, sem reknir eru af félagi með starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða, sem heimild hafa til að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín til almennings. Um starfsemi sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta, þar með talið innlausnarskyldu og fjárfestingarheimildir, gilda lög nr. 45/2020.