Skrá yfir verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði

Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, skal Fjármálaeftirlitið birta skrá yfir verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði opinberlega.

Verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir

Verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir eru sjóðir sem taka við fjármunum frá almennum fjárfestum og fagfjárfestum til sameiginlegrar fjárfestingar. Sjóðirnir eru stofnaðir og reknir af rekstrarfélagi, sem gefur út hlutdeildarskírteini til staðfestu á tilkalli eiganda skírteinis til eigna sjóðsins. Fjármálaeftirlitið veitir verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum staðfestingu á grundvelli II. og III. kafla laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Skrá yfir verðbréfa- og fjárfestingarsjóði sem Fjármálaeftirlitið hefur veitt staðfestingu má nálgast hér.

Fagfjárfestasjóðir

Fagfjárfestasjóðir lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt IV. kafla laga nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Fagfjárfestasjóðir eru sjóðir um sameiginlega fjárfestingu sem eingöngu veita viðtöku fé frá fagfjárfestum. Óheimilt er að markaðssetja eða koma fagfjárfestasjóði á framfæri við aðra en fagfjárfesta. Fagfjárfestasjóðir geta verið starfræktir af rekstrarfélögum verðbréfasjóða og öðrum aðilum.

Skrá yfir fagfjárfestasjóði sem hafa tilkynnt stofnun og starfsemi sína til Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 4. mgr. 62. gr. laga nr. 128/2011, má nálgast hér.

 

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica