Þjónustuvefur

Skuldbindingaskrá

Á 138. löggjafarþingi voru samþykktar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, lög nr. 161/2002. Þar er fjármálafyrirtækjum gert skylt að halda sérstaka skrá um alla þá er njóta lánafyrirgreiðslu, en með því er átt við beinar lánveitingar til viðkomandi, kaup á skuldabréfum útgefnum af viðkomandi, kaup á eignasafni annars lánveitanda þar sem er að finna kröfu á viðkomandi og hvers konar önnur fyrirgreiðsla sem jafna má til lánafyrirgreiðslu, enda nemi heildarlánafyrirgreiðsla viðkomandi við fjármálafyrirtækið að kröfuvirði (claim value) 300 m.kr. eða meira. Við útreikning á heildarlánafyrirgreiðslu þá skal fjárhæð vegna afleiðusamninga vera grundvallarfjárhæð, sbr. sú fjárhæð sem margfölduð er með áhættuhlutföllum í útreikningi útlánaígildis. Einnig þarf að taka hlutabréf (skráð og óskráð), útgefin skuldabréf og önnur verðbréf með í reikninginn.


Við útreikning á áhættuskuldbindingu skal taka tillit til skuldbindinga aðila sem eru tengdir viðkomandi aðila. Þ.e.a.s. ef heildarskuldbinding á tengdra aðila fer samtals yfir 300 m.kr. þá eiga skuldbindingar allra þeirra að koma inn í skuldbindingaskrána. Við mat á tengdum aðilum liggur fyrir umræðuskjal nr. 7/2011 um leiðbeinandi tilmæli um mat á tengslum aðila í skilning reglna um stórar áhættuskuldbindingar.

Hvert fjármálafyrirtæki skilar inn sjálfstæðri skuldbindingaskrá. Séu tvö eða fleiri fjármálafyrirtæki hluti af sömu samstæðu þurfa þau að keyra saman viðskiptamannalistann og skuldbindingar þeirra til að athuga hvort viðskiptaaðili fari yfir 300 m.kr. markið. Ef aðili fer yfir markið skulu báðir / allir eftirlitsskyldir aðilar skila inn upplýsingum um þá fyrirgreiðslu sem er til staðar hjá þeim gagnvart viðkomandi mótaðila með sinni Skuldbindingaskrá.
Megintilgangur skrárinnar er að tryggja að eftirlitsaðilar geti haft nægilega yfirsýn yfir stöðu þeirra viðskiptamanna fjármálafyrirtækja sem eru það kerfislega mikilvægir að áföll í rekstri þeirra kunni að hafa áhrif út fyrir viðskiptasamband þeirra og viðkomandi fjármálafyrirtækja.

Fjármálafyrirtæki skal senda Fjármálaeftirlitinu uppfærða skrá miðað við hver mánaðamót. Skal skráin greinast í nöfn og kennimerki lántakenda. Einnig skulu vera inn í skránni skuldbindingar allra tengdra aðilar sem fjármálafyrirtækið lítur á sem hóp tengdra viðskiptamanna. Fari engin áhættuskuldbinding yfir 300 m.kr. skal fjármálafyrirtæki samt sem áður skila skuldbindingaskránni til Fjármálaeftirlitins (þá tómri).
Skuldbindingaskrá á við alla eftirlitsskylda aðila sem eru með útlánaheimild. Hér að neðan má sjá lista yfir núverandi og fyrirhugaðar útgáfur Skuldbindingaskrár:

Fjármálaeftirlitið hefur uppfært lýsingu gagnamódeli fyrir Skuldbindingaskrá. 
Þær breytingar sem gerðar eru á lýsingunni eru að mestu leyti nánari útskýringar á þeim hugtökum sem voru í  skránni. Auk þess hafa nokkrar breytingar verið gerðar á uppbyggingu hennar. Hin nýja útgáfa er hér nefnd Skuldbindingaskrá 1.5. og fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu breytingar:

  • 2.3.6 Tengslahópur – nýtt svæði
  • 2.4.1.4 Dagsetning skilmálabreytingar – nýtt svæði
  • 2.4.1.5 Upphafleg fjárhæð – ítrekað er að upphæð á að vera í þeirri mynt sem samningur kveður á um. 
  • 2.4.1.14 Bókfært virði – breytingar á svæði, sjá nánar lýsingu í útgáfu 1.5. 
  • 2.4.1.14.1 Bókfært virði fjárhæð – svæði sem áður var 2.5.1.14. Fjárhæð skal vera tilgreind í íslenskum krónum.
  • 2.4.1.14.2 Bókfært virði dagsetning – nýtt svæði sem tilgreinir frá hvaða dagsetningu bókfærða virði lánsins er.
  • 2.4.1.15 Virðisrýrnun – breyting svæði, var áður afskriftir bæði almennar og sértækar. Svæðið hefur verið einfaldað og skýrt nánar.
  • 2.4.1.17 Afborgunarferill – breytinga á valkostum.  Eingreiðslulán (áður kúlulán) og Vaxtagreiðslulán (áður Aðeins vextir).

Fjármálaeftirlitið mun uppfæra gagnaskilin í prófunarumhverfi sínu 1.12.2012 og í raunumhverfi þann 1.2.2013.  Fjármálafyrirtæki munu því skila Skuldbindingaskrá til Fjármálaeftirlitsins samkvæmt útgáfu 1.5 í fyrsta skiptið eigi síðar en 10.2.2012.


Skuldbindingaskrá er skilað til Fjármálaeftirlitsins á rafrænu formi sem XML gagnaskrá og má finna leiðbeiningar hér fyrir neðan. 


Eldri útgáfur af skuldbindingaskrá:
Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica