Skuldbindingaskrá og fasteignalán til neytenda
Samkvæmt 17. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, er fjármálafyrirtækjum m.a. gert skylt að halda sérstaka skrá um alla þá er njóta lánafyrirgreiðslu, en með því er átt við beinar lánveitingar til viðkomandi, kaup á skuldabréfum útgefnum af viðkomandi, kaup á eignasafni annars lánveitanda þar sem er að finna kröfu á viðkomandi og hvers konar önnur fyrirgreiðsla sem jafna má til lánafyrirgreiðslu, enda nemi heildaráhættuskuldbinding hjá fjármálafyrirtækinu vegna viðkomandi 300 m.kr. eða meira [1].
Við útreikning á heildaráhættuskuldbindingu skal nota kröfuvirði lána, fjárhæð vegna afleiðusamninga skal vera útlánaígildi og vegna skuldabréfa og annarra verðbréfa skal nota kröfuvirði. Vegna hlutabréfa skal nota bókfært virði.
Við útreikning á áhættuskuldbindingu skal taka tillit til skuldbindinga aðila sem eru tengdir viðkomandi aðila, þ.e.a.s. ef heildarskuldbinding tengdra aðila er samtals 300 m.kr. eða meira, þá eiga skuldbindingar allra þeirra að koma inn í skuldbindingaskrána. Í þessu sambandi er m.a. vakin athygli á viðmiðunarreglum EBA um hópa tengdra viðskiptamanna EBA/GL/2017/15 [1].
Hvert fjármálafyrirtæki skilar inn sjálfstæðri skuldbindingaskrá á móðurfélagsgrunni.
Ath: Leiðbeiningar um gerð núllskýrslu fyrir aðila sem ekki hafa skuldbindingar yfir viðmiðunarmörkum
Gert hefur verið skjal fyrir þá aðila sem háðir eru skilaskyldu skuldbindingaskrár samkvæmt lögum, en hafa engar skuldbindingar yfir viðmiðunarmörkum og skila því núllskýrslu. Hér fyrir neðan má nálgast sýnishorn og leiðbeiningar.
Fjármálafyrirtæki skal senda fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands uppfærða skrá miðað við hver mánaðamót. Skal skráin greinast í nöfn og kennimerki lántakenda [2]. Einnig skulu vera inn í skránni skuldbindingar allra tengdra aðila sem fjármálafyrirtækið lítur á sem hóp tengdra viðskiptamanna. Nái engin áhættuskuldbinding eða aðili/ar innan samstæðu samtals 300 m.kr. skal fjármálafyrirtæki samt sem áður skila skuldbindingaskránni til fjármálaeftirlitsins (þá tómri).
Skuldbindingaskrá á við alla eftirlitsskylda aðila þar sem áhættuskuldbinding uppfyllir ofangreind skilyrði, sjá einnig liði A, B og C í kafla 2.
Hér að neðan má sjá lista yfir útgáfur skuldbindingaskrár:
- 1.7.2011, v1.0 - Skuldbindingaskrá grunnur
- 1.2.2013, v1.5 – Skuldbindingaskrá grunnur, uppfært með lagfæringum
- 1.10.2019, v2.0 – Skuldbindingaskrá uppfærður grunnur. ásamt viðbótar upplýsingum um fasteignalán til neytenda
- 1.5.2021, v2.1 – Skuldbindingaskrá uppfærður grunnur - Framsetning gagnalíkans uppfærð og einum valkvæðum skilareit bætt við
- 1.12.2021 v2.1.1 - Uppfærð skilgreining á greiðslubyrði fasteignalána til neytenda, reit 8.2.52, vegna gildistöku reglna SÍ nr. 1268/2021. Skerpt á skilgreiningum reita 8.2.41 og 8.2.42. Notað er óbreytt schema frá síðustu útgáfu.
1.9.2022 v3.0 – Skuldagrunnur sem inniheldur skuldbindingaskrá, fasteignalán til neytenda og skuldbindingar fyrirtækja undir 300 m.kr.
1.2.2024 v3.0.1 – Tveir nýir undanþágumöguleikar bætast við reit 9.2.38. Fyrstu skil skv. uppfærðu líkani eru 8.4.2024
Senda ber eina línu fyrir hverja skuldbindingu. Athugið að alla reitir skal fylla út nema annað sé tekið fram.
Hjá fjármálaeftirlitinu er til staðar XML Schema sem skilaaðilar nota við innsendingu gagna.
Skuldbindingaskrá er skilað til fjármálaeftirlitsins á rafrænu formi sem XML gagnaskrá og má finna leiðbeiningar hér fyrir neðan.
Eldri útgáfur af skuldbindingaskrá:
- v3.0 Skuldbindingaskrá tók gildi 1.9. 2022, virk til 31.1. 2024
- v2.1.1 Skuldbindingaskrá tók gildi 1.12.2021, virk til 31.8.2022
- v2.1 Skuldbindingaskrá tók gildi 1.5.2021 og var virk til 30.11.2021
-
v2.0 – Skuldbindingaskrá grunnur og fasteignalán til neytenda tók gildi 1.10.2019, gildir til 30.4.2021
- v1.5 – Skuldbindingaskrá tók gildi 1.2.2013 og var virk til 30.9.2019
- v1.0 - Skuldbindingaskrá grunnur tók gildi 1.7.2011 og var virk til 31.1.2013
[1] https://www.fme.is/log-og-tilmaeli/ees-vidmidunarreglur/eba/nr/3415
[2] Sjá þó meðhöndlun fasteignalána til neytenda