Eftirlit með aðilum á þvingunarlistum

Tilkynningarskyldir aðilar þurfa að uppfylla sérstakar kröfur um frystingu fjármuna skv. lögum nr. 64/2019. Markmið laganna laganna er að hindra fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu og fjármögnun gereyðingarvopna. Í þeim tilgangi er mælt fyrir um frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs í samræmi við tilteknar þvingunaraðgerðir sem ákveðnar eru af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, af alþjóðastofnunum og af ríkjahópum.

Hver er skylda tilkynningarskyldra aðila varðandi alþjóðlegar þvingunaraðgerðir?

  • Viðhafa eftirlit með því hvort viðskiptamenn þeirra séu á listum yfir þvingunaraðgerðir:
    • Við upphaf viðskipta
    • Reglulega á meðan samningssamband varir
  • Frysta fjármuni reynist viðskiptamaður á þvingunarlista.
  • Tilkynna eigendum fjármuna, utanríkisráðuneytinu og Fjármálaeftirlitinu um frystingu fjármuna.

Eftirlit með því hvort viðskiptamenn eru á listum yfir þvingunaraðgerðir felst í viðeigandi eftirlitskerfi hjá tilkynningarskyldum aðilum skv. a-h-lið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2018 og í innleiðingu ferla og aðferða hjá aðilum skv. i-k-lið sömu greinar.

Gagnlegir tenglar

 

Uppfærðir listar

Við eftirlit með því hvort viðskiptamaður er skráður á lista, skal gæta þess að notast sé við nýjustu útgáfu lista Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins.

Listar yfir alþjóðlegar þvingunarráðstafanir

Listar yfir alþjóðlegar þvingunarráðstafanir er að finna á eftirfarandi vefsíðum:

 

 

Ábyrgð á því að tryggja að listinn sé uppfærður og innihaldi réttar upplýsingar hvílir ávallt hjá tilkynningarskylda aðilanum.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica