Sérhæfðir sjóðir aðrir en fyrir almenna fjárfesta

Sundurliðun fjárfestinga

Með vísan til 9. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, og 6. mgr. 48. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða er farið fram á að sérhæfðir sjóðir aðrir en fyrir almenna fjárfesta gefi fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands skýrslu um sundurliðun fjárfestinga á því formi sem fjármálaeftirlitið ákveður. Tilgangurinn er sá að hafa eftirlit með fjárfestingum sjóðanna með hliðsjón af samþykktri fjárfestingarstefnu eins og hún kemur fram í reglum sjóðsins.

Senda ber sérgreindar upplýsingar fyrir hvern sjóð þar sem tilgreindar eru allar fjárfestingar sjóðsins.

Útbúið hefur verið XML Schema sem að innsend gögn á XML formi verða að passa við (validate).

Leiðbeiningar vegnar útfyllingar á skýrslu um sundurliðun fjárfestinga og skulda sérhæfðra sjóða annarra en fyrir almenna fjárfesta

Spurningar og svör vegna skýrslu um sundurliðun fjárfestinga og skulda sérhæfðra sjóða annarra en fyrir almenna fjárfesta

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica