Stefna, stýringar og verkferlar

Áhættumatið skal notað til að útbúa stefnu, stýringar og verkferla til að draga úr og stýra greindri áhættu og viðhafa fullnægjandi eftirlit. 

Æskilegt er að stefnan leggi grunninn að vörnum félagsins og sé stefnuyfirlýsing um þá menningu og gildi sem á að viðhafa hjá tilkynningarskylda aðilanum í því skyni að koma i veg fyrir að starfsemin sé misnotuð til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Auk þess er æskilegt að hún fjalli um hvernig ábyrgðarhlutverkum er skipt milli einstakra starfsmanna og eininga.

Stefna, stýringar og verkferlar skulu að lágmarki innihalda ákvæði um þróun og uppfærslu stefnu, stýringa og verkferla, þ.m.t. aðferðir við mildun áhættu, áreiðanleikakönnun, tilkynningar um grunsamleg viðskipti, innra eftirlit, tilnefningu ábyrgðarmanns, og könnun á hæfi starfsmanna og eftir því sem við á kröfu um sjálfstæða endurskoðunardeild eða sjálfstæða úttektaraðila til að framkvæma úttekt á og prófa innri stefnu, eftirlit og málsmeðferð sem að framan greinir.

Ábyrgðarmaður aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka skal sjá til þess að innleidd sé stefna, reglur og verkferlar sem stuðli að samræmdum starfsaðferðum og góðri framkvæmd laganna í starfsemi tilkynningarskyldra aðila. Yfirstjórn skal samþykkja og hafa eftirlit með stefnu, stýringum og verkferlum. 

Tilkynningarskyldir aðilar þurfa að lágmarki hafa til staðar innri reglur/verkferla um eftirfarandi:

  • áreiðanleikakönnun,
  • reglubundið eftirlit,
  • grunsamleg og óvenjuleg viðskipti,
  • eftirlit með því hvort einstaklingar eru í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla,
  • eftirlit með því hvort viðskiptavinir eru á þvingunarlistum,
  • tilkynningar til SFL,
  • könnun á hæfi starfsmanna og reglur um hvaða athuganir skuli gerðar á umsækjendur um störf hjá þeim,
  • aðgang starfsmanna og aðgangstakmarkanir að gögnum og upplýsingum sem varðveitt eru á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Til baka

Aðgerðir tilkynningarskyldra aðila

Tilkynningarskyldum aðilum er skylt að grípa til fyrirbyggjandi og áhættumiðaðra aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Þetta er meðal annars gert með því að framkvæma áhættumat, móta stefnu og verklag, þjálfa starfsmenn, kanna áreiðanleika viðskiptamanna, áhættuflokka viðskiptamenn, viðhafa reglubundið eftirlit með þeim og rannsaka og tilkynna grun um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Smelltu á mynd til að vita meira.

Áhættumat í starfsemi Stefna, stýringar og verkferlar Þjálfun starfsmanna Áreiðanleikakönnun Áhættumat á samningssamböndum og einstökum viðskiptum Reglubundið eftirlit Rannsóknar- og tilkynningarskylda
Þetta vefsvæði byggir á Eplica