Fjártækni - Þjónustuborð

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rekur þjónustuborð fyrir alla sem kunna að hafa spurningar um eftirlit á fjármálamarkaði vegna fjártækni (e. FinTech).

Fjármálaeftirlitið býður aðilum sem veita, eða hyggjast veita, þjónustu á sviði fjártækni, að fylla út gátlista um starfsemina og senda til sérfræðinga fjármálaeftirlitsins á fintech@sedlabanki.is. Þannig má meðal annars greina hvort leyfi þurfi til starfseminnar. Fylla þarf út gátlistann og senda fjármálaeftirlitinu sé óskað eftir aðkomu stofnunarinnar. Sé þörf á, stendur einnig til boða að eiga frekari samskipti og fá nánari upplýsingar hjá fjármálaeftirlitinu.

Upplýsingar um FinTech og gátlista fyrir FinTech aðila má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins ásamt upplýsingum um hvert eigi að skila honum. Fjármálaeftirlitið rýnir póstinn og gátlistann. Sendandi fær svarpóst um að gátlisti sé móttekinn. Fjármálaeftirlitið rýnir gátlistann og mun ákveða hvort þurfi að kalla eftir frekari gögnum. Sendandi fær svar við erindinu innan tveggja vikna. Sendandi getur óskað eftir klukkutíma fundi eða 30 mínútna símtali að hámarki með FinTech hópnum.

  1. Svaraðu gátlistanum og sendu fjármálaeftirlitinu á fintech@sedlabanki.is
  2. Fjármálaeftirlitið sendir viðbrögð innan 10 virkra daga.
  3. Í kjölfarið er hægt að fá ráðgjöf símleiðis, alls í 30 mínútur að hámarki, eða óskað eftir fundi með sérfræðingum.

Gátlisti fyrir fund með fjármálaeftirlitinu

Þá er einnig hægt er að senda almenna fyrirspurn um eftirlit með fjártækni á fintech@sedlabanki.is. Almennum fyrirspurnum er einnig svarað innan 10 daga.

Áhugavert efni:

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica