Fjármálaeftirlitið viðhefur framsýnt og áhættumiðað eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða, greinir helstu áhættuþætti í rekstri þeirra ásamt því að fylgjast með þróun á markaði. Þá fylgist Fjármálaeftirlitið með hlítingu lífeyrissjóða við lög sem um starfsemi þeirra gilda og að gripið sé til viðeigandi ráðstafana þegar tilefni er til. Fjármálaeftirlitið hefur lagt aukna áherslu á góða stjórnarhætti innan lífeyrissjóða, áhættustýringu og innra eftirlit.
Hægt er að fletta upp lögum og tilmælum sem gilda um starfsemi lífeyrissjóða með einföldum hætti í leitarvél Fjármálaeftirlitsins.
Þjónustuvefur Fjármálaeftirlitsins tekur á móti gagnaskilum frá eftirlitsskyldum aðilum og sem og öðrum gagnasendingum, svo sem vegna mats á hæfi.
Hér er hægt að finna upplýsingar um fjárfestingar lífeyrissjóða sem og samantekt úr ársreikningum lífeyrissjóða.
Fjármálaeftirlitið hefur birt spurningar og svör í tengslum við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem aðgengileg eru á heimasíðu eftirlitsins.