Áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018 vekur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm og ósamvinnuþýð. Hyggist tilkynningarskyldur aðili eiga viðskipti við aðila sem eru búsettir eða með staðfestu í neðangreindum ríkjum, skulu þeir framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018. Annars vegar er um að ræða ríki sem FATF hefur tilgreint sem áhættusöm og eftir atvikum ósamvinnuþýð ríki og hins vegar ríki sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd, sbr. reglugerð nr. 956/2020. Eftirfarandi ríki teljast áhættusöm í framangreindum skilningi:

 • Afganistan
 • Albanía
 • Alþýðulýðveldið Kórea
 • Bahamaeyjar
 • Barbados
 • Botsvana
 • Ghana
 • Írak
 • Íran
 • Jamaíka
 • Jemen
 • Kambódía
 • Máritíus
 • Mjanmar/Búrma
 • Mongólía
 • Níkaragva
 • Pakistan
 • Panama
 • Simbabve
 • Sýrland
 • Trinidad og Tóbagó
 • Úganda
 • Vanúatú

Yfirlýsing FATF frá 23. október 2020 (óbreytt frá febrúar 2020)

Skýrsla FATF frá 23. október 2020 um ríki undir sérstöku eftirliti

Reglugerð nr. 956/2020 um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020
Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica