Áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki
Seðlabanki Íslands vekur athygli á ríkjum sem teljast áhættusöm og ósamvinnuþýð í samræmi við 6. gr. laga nr. 140/2018. Hyggist tilkynningarskyldur aðili eiga viðskipti við aðila sem tengjast neðangreindum ríkjum, skulu þeir framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við 13. og 14. gr. laga nr. 140/2018. Listi yfir áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki sýnir annars vegar ríki sem Financial Action Task Force (FATF) hefur tilgreint sem áhættusöm og eftir atvikum ósamvinnuþýð ríki og hins vegar ríki sem Evrópusambandið hefur tilgreint sem áhættusöm þriðju lönd.
Áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki
Eftirfarandi ríki teljast áhættusöm í framangreindum skilningi:
- Afganistan
- Albanía
- Alþýðulýðveldið Kórea
- Barbados
- Búrkína Fasó
- Cayman eyjar
- Filippseyjar
- Gíbraltar
- Haítí
- Íran
- Jamaíka
- Jemen
- Jórdanía
- Kambódía
- Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
- Malí
- Marokkó
- Mjanmar/Búrma
- Mósambík
- Níkaragva
- Nígería
- Pakistan
- Panama
- Sameinuðu arabísku furstadæmin
- Senegal
-
Simbabve
Suður Afríka
- Suður-Súdan
- Sýrland
- Tansanía
- Trinidad og Tóbagó
- Tyrkland
- Úganda
- Vanúatú
Gagnlegar upplýsingar
Yfirlýsing frá 24. febrúar 2023 (óbreytt frá febrúar 2020)
Ríki undir auknu eftirliti frá 24. febrúar 2023
Reglugerð nr. 725/2022 um breytingu á reglugerð um áhættusöm þriðju lönd vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 105/2020