Útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

16.4.2018 : Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs 2018

Fjármálastöðugleikaráð hélt sinn annan fund á árinu 2018 þriðjudaginn 20. mars og framhaldsfund 13. apríl. 

6.4.2018 : Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka birtir skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðunni hér á landi

Financial Action Task Force (FATF) sem er alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, birti í dag skýrslu sem byggð er á úttekt hópsins á stöðunni hér á landi. Helstu niðurstöður skýrslunnar hafa verið birtar á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar kemur fram að stjórnvöld hafa þegar hafið vinnu sem miðar að því að bregðast við athugasemdunum með því að greina hvaða breytingar þarf að ráðast í  og útbúa aðgerðaráætlun.

5.4.2018 : Iceland Travel Assistance ehf. afskráð sem gjaldeyrisskiptastöð

Fjármálaeftirlitið hefur með vísan til 2. mgr. 25. gr. b laga nr. 64/2006, fellt Iceland Travel Assistance ehf. af skrá yfir gjaldeyrisskiptastöðvar. Félagið uppfyllir ekki lengur skilyrði skráningar þar sem bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 7. mars sl. 

4.4.2018 : Fjármálaeftirlitið skráir Iceland Tax Free ehf. sem gjaldeyrisskiptastöð

Fjármálaeftirlitið skráði Iceland Tax Free ehf., kt. 450115-0450, Laugavegi 7, 101 Reykjavík, sem gjaldeyrisskiptastöð hinn 27. mars 2018, sbr. 25. gr. a laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglur nr. 917/2009 um gjaldeyrisskiptastöðvar og peninga- og verðmætasendingarþjónustu.
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica