Útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

17.10.2017 : Tilkynning um óbreyttan sveiflujöfnunarauka

Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag um óbreyttan sveiflujöfnunarauka í samræmi við tilmæli fjármálastöðugleikaráðs frá 9. október 2017.

12.10.2017 : Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017

Þriðji fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017 var haldinn mánudaginn 9. október í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

2.10.2017 : Nýtt tölublað Fjármála komið út

Nýtt tölublað Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Þar skrifar Helena Pálsdóttir, sérfræðingur í áhættugreiningu greinina: Tæknin, internetið og fjármálaþjónusta – Hindranir fyrir FinTech aðila og hlutverk Fjármálaeftirlitsins. Þá skrifar Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, grein um innviðafjárfestingar vátryggingafélaga. Enn fremur er í þessu tölublaði Fjármála viðtal við Ragnar Hafliðason, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Fjármáleftirlitsins og sérstakan ráðgjafi forstjóra. Þar lítur Ragnar, sem er nýlega kominn á eftirlaun, meðal annars til baka og rifjar upp þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku fjármálakerfi undanfarin ár og áratugi. Fyrirsögn viðtalsins er: Verði bankaáfall verður alltaf spurt: Hvar var Fjármálaeftirlitið?

27.9.2017 : Fjármálaeftirlitið opnar þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech)

Fjármálaeftirlitið hefur opnað þjónustuborð vegna fjármálatækni (FinTech). Tilgangurinn með opnun þjónustuborðsins er að stuðla að samskiptum við þá aðila sem veita (eða hyggjast veita) þjónustu á þessu sviði í því skyni að greina hvort umrædd þjónusta sé í samræmi við lög og hvort leyfi þurfi til starfseminnar. 
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica