Útgefið efni

Fréttir

Fyrirsagnalisti

27.6.2017 : Fréttatilkynning EIOPA um niðurstöður mats á stöðu innleiðingar eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA)

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á fréttatilkynningu Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA) um niðurstöður mats á stöðu innleiðingar eigin áhættu- og gjaldþolsmats vátryggingafélaga (ORSA). Fjármálaeftirlitið hvetur vátryggingafélög til að kynna sér niðurstöður EIOPA.

26.6.2017 : Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2017 var haldinn þriðjudaginn 20. júní í fjármála- og efnahagsráðuneyti.

23.6.2017 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2016

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2016 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtækjum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt eru upplýsingar um Íbúðalánasjóð, greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

21.6.2017 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Adix ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf.

Hinn 8. júní 2017 komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Adix ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf., sem nemur allt að 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. 
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica