Fréttir


Fréttir: maí 2012

Fyrirsagnalisti

23.5.2012 : Tilkynning um yfirfærslu rekstrarhluta, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Þann 14. maí 2012 samþykkti Fjármálaeftirlitið yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta Rekstrarfélags Byrs hf., kt. 640300-2560, til Íslandssjóða, kt. 690694-2719, sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða rekstur Verðbréfasjóðs Byrs og Fjárfestingarsjóðs Byrs. Yfirfærslan mun eiga sér stað 31. maí nk.

Lesa meira

18.5.2012 : Hæstiréttur dæmir í máli EA fjárfestingarfélags gegn Fjármálaeftirlitinu

Hæstiréttur staðfesti hinn 16. maí sl. þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. október 2011 að fella úr gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um 15 milljón króna stjórnvaldssekt á EA fjárfestingarfélag, áður MP banka hf., vegna brots félagsins gegn ákvæði laga um fjármálafyrirtæki um takmarkanir á stórum áhættum. Lesa meira

16.5.2012 : Breytingar á reglum um mat á tjónaskuld vátryggingafélaga

Samkvæmt 2. mgr. 63. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010 getur Fjármálaeftirlitið (FME) sett reglur um mat á vátryggingaskuldinni og hvaða gögn skuli fylgja auk ársreiknings. Reglur FME nr. 903/2004 frá 3. nóvember 2004 kveða á um mat á tjónaskuld og gagnaskil í því sambandi.

Lesa meira

16.5.2012 : Fjármálaeftirlitið hefur heimilað yfirfærslu á rekstri Sparisjóðs Svarfdæla til Landsbankans hf. samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur heimilað kaup Landsbankans hf. á öllum rekstri og eignum Sparisjóðs Svarfdæla. Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki skal leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu einstakra rekstrarhluta fjármálafyrirtækis til annars fyrirtækis. Lesa meira

15.5.2012 : Mánaðarlegar greiðslur óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum geta hækkað hratt

Fjármálaeftirlitið vekur athygli neytenda á næmi greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum fyrir vaxtahækkunum og hvetur þá til varkárni í skuldsetningu.  Útskýringar og dæmi er að finna í eftirfarandi samantekt.

Lesa meira

15.5.2012 : Kortaþjónustan fær starfsleyfi sem greiðslustofnun

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Kortaþjónustunni hf. kt. 430602-3650, Skipholti 50b, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem greiðslustofnun samkvæmt lögum nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu. Lesa meira

10.5.2012 : Viðskiptabankarnir – staða og horfur

Fjármálaeftirlitið boðaði til blaðamannafundar í dag undir yfirskriftinni Viðskiptabankarnir staða og horfur. Á fundinum var meðal annars farið yfir rekstur viðskiptabankanna á síðasta ári, fjallað um tímabundna starfsemi bankanna og lagalega óvissu um endurreikning ólögmætra gengislána. Enn fremur var horft til framtíðar varðandi rekstur bankanna.

Lesa meira

4.5.2012 : Fjármálaeftirlitið veitir Negotium hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og hefur lagt mat á hæfi Gunnars Gunnarssonar til að fara með virkan eignarhlut í félaginu

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Negotium hf. kt. 480709-0880, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki samkvæmt 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica