Fréttir


Fréttir: september 2010

Fyrirsagnalisti

29.9.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Virðingu hf. auknar starfsheimildir

Fjármálaeftirlitið veitti Virðingu hf. þann 23. september sl. auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki. Virðing hf. fékk upphaflega starfsleyfi þann 7. nóvember 2001 frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu á grundvelli laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti. Starfsleyfi Virðingar var þann 23. september sl. endurútgefið með tilliti til aukinna starfsheimilda. Lesa meira

28.9.2010 : Umræðuskjal OECD um stjórnunarhætti vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali um stjórnunarhætti vátryggingafélaga sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt á heimasíðu sinni. Skjalið nefnist: Draft revised OECD Guidelines on Insurer Governance. Lesa meira

28.9.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir Annex ehf. heimild til að fara með virkan eignarhlut í ARM Verðbréfum hf. (áður Agi Verðbréf hf.)

Þann 21. september sl. veitti Fjármálaeftirlitið Annex ehf., kt. 671009-0370, Lindasmára 73, 201 Kópavogi, heimild til að fara með virkan eignarhlut allt að 50 prósentum í ARM Verðbréfum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

22.9.2010 : Skýrsla CEIOPS um undirbúning fjármálaeftirlita EES vegna Solvency II

Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á vátryggingamarkaði (CEIOPS) hefur gefið út skýrslu um undirbúning fjármálaeftirlita vegna innleiðingar á tilskipun 2009/138 um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga (Solvency II). Skýrslan byggir á spurningalista sem sendur var fjármálaeftirlitum á EES á fyrri hluta ársins 2010. Lesa meira

22.9.2010 : Fjármálaeftirlitið samþykkir Styrmi Guðmundsson sem eiganda að virkum eignarhlut í MP Sjóðum hf.

Þann 14. september sl. samþykkti Fjármálaeftirlitið Styrmi Guðmundsson sem eiganda að virkum eignarhlut, allt að 20%, í MP sjóðum hf., kt. 520506-1010. Lesa meira

21.9.2010 : Dreifibréf til lánastofnana

Fjármálaeftirlitið sendi dreifibréf um meðferð rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamninga til lánastofnana þann 14. september síðastliðinn.

Lesa meira

20.9.2010 : Fjármálaeftirlitið veitir ALM Fjármálaráðgjöf hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið hefur veitt ALM Fjármálaráðgjöf hf., kt. 450809-0980, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt 5. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

16.9.2010 : QIS5: Könnun á áhrifum Solvency II

Um þessar mundir stendur yfir könnun á áhrifum tilskipunar nr. 2009/138/EB, sem er ný tilskipun um vátryggingastarfsemi, öðru nafni Solvency II. Könnunin er sú fimmta sem framkvæmd hefur verið í undirbúningi Solvency II og kallast QIS5 (Quantitative Impact Study 5). Könnunin er liður í vinnu Framkvæmdastjórnar ESB við nánari útfærslu á ákvæðum tilskipunarinnar, sem liggja mun fyrir með reglugerð vorið 2011. Samstarfsnefnd eftirlitsstjórnvalda á vátryggingamarkaði (CEIOPS) sér um framkvæmd QIS5.

Lesa meira

14.9.2010 : Staða lífeyrissjóðanna árið 2009

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins er að finna skýrslu um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2009. Þar er jafnframt að finna excel skjal sem inniheldur talnaefni skýrslunnar. Skýrslan í heild sinni er hér en helstu niðurstöður hennar eru eftirfarandi:

Lesa meira

14.9.2010 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfa fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið afturkallaði þann 31. ágúst 2010 tvö starfsleyfi fjármálafyrirtækja en í báðum tilvikum höfðu fyrirtækin afsalað sér leyfi sínu. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica