Fréttir


Fréttir: febrúar 2016

Fyrirsagnalisti

29.2.2016 : Fjármálaeftirlitið varar við misnotkun debetkortaupplýsinga

Fjármálaeftirlitinu hefur borist ábending um að tilraun hafi verið gerð til að fá viðskiptavini íslenskra fjármálafyrirtækja til að gefa upp tékkaábyrgðarnúmer debetkorts síns í síma. Líklegt er að það hafi verið gert í sviksamlegum tilgangi. Upplýsingar um tékkaábyrgðarnúmer er m.a. unnt að nota þegar greitt er á netinu eða með öðrum rafrænum hætti.

Lesa meira

26.2.2016 : Fjármálaeftirlitið gefur út tvö umræðuskjöl

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 1/2016 um drög að leiðbeinandi tilmælum um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja og umræðuskjal nr. 2/2016 um viðmið og aðferðafræði  vegna SREP.

Lesa meira

12.2.2016 : Annar kynningarfundur vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar

Þann 11. febrúar sl. hélt Fjármálaeftirlitið kynningarfund fyrir vátryggingafélög, ytri og innri endurskoðendur vátryggingafélaga og aðra aðila sem hagsmuna eiga að gæta vegna innleiðingar Solvency II tilskipunarinnar. Um var að ræða annan kynningarfundinn í áætlaðri fundaröð vegna innleiðingar Solvency II.

Lesa meira

11.2.2016 : Netsamband komið í lag

Búið er að lagfæra bilun sem varð á netsambandi. Bilunin olli því að ekki var hægt að senda inn rafræn gögn milli kl. 15:05 og 18:30.

Lesa meira

11.2.2016 : Bilun í netsambandi

Vegna bilunar í tengingu við ytri vefþjón er ekki hægt sem stendur að skila inn gögnum til Fjármálaeftirlitsins í gegnum rafræn gagnaskil (skýrsluskilakerfi). Dagsektum verður ekki beitt í þeim tilfellum þar sem ekki hefur tekist að skila gögnum vegna þessarar bilunar. Unnið er að viðgerð og er beðist velvirðingar á þessum töfum.

Lesa meira

10.2.2016 : Ríkissjóði Íslands heimilt að eiga 20% virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf.

Hinn 9. febrúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Ríkissjóði Íslands sé heimilt að eiga 20% virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Lýsingu hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, í gegnum fyrirhugað eignarhald sitt á 17,58% hlut í Klakka ehf. Seðlabanki Íslands eða félag í hans eigu mun fara með framangreindan eignarhlut Ríkissjóðs Íslands.

Lesa meira

5.2.2016 : EIOPA sendir frá sér umræðuskjal um samskipti ytri endurskoðenda og eftirlitsaðila

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA) hefur birt fréttatilkynningu á vef sínum. Þar kynnir stofnunin nýtt umræðuskjal um vinnureglur varðandi hvernig greiða megi fyrir árangursríkum samskiptum milli eftirlitsaðila á sviði vátrygginga og ytri endurskoðenda.

Lesa meira

4.2.2016 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Ríkissjóð Íslands hæfan til að eiga virkan eignarhlut í Íslandsbanka hf. og fjármálafyrirtækjum í hans eigu

Hinn 3. febrúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Ríkissjóði Íslands sé heimilt að eiga 100% virkan eignarhlut í Íslandsbanka hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Ríkissjóður Íslands mun eignast 95% eignarhlut í bankanum í gegnum fyrirhugað eignarhald sitt á ISB Holding ehf. Áður átti Ríkissjóður Íslands 5% hlut í bankanum. Bankasýsla ríkisins mun fara með eignarhlutinn fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands skv. lögum nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins.

Lesa meira

3.2.2016 : EIOPA gefur út umræðuskjal um verklag varðandi persónulegan lífeyrissparnað

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA) hefur í fréttatilkynningu á heimasíðu sinni vakið athygli á nýju umræðuskjali með tillögum stofnunarinnar um þróun innri markaðar innan Evrópusambandsins fyrir verklag varðandi persónulegan lífeyrissparnað (sem einnig er þekktur sem „Pillar III“ lífeyrissparnaður og er sambærilegur séreignarsjóðum hér á landi).

Lesa meira

2.2.2016 : Fjármálaeftirlitið hefur metið Ríkissjóð Íslands hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að  Ríkissjóði Íslands sé heimilt að eiga virkan eignarhlut sem nemur 20% í Sjóvá-Almennum tryggingum hf., sbr. VI. kafla laga nr. 56/2010 um vátryggingastarfsemi í gegnum eignarhald sitt í SAT eignarhaldsfélagi hf. Seðlabanki Íslands eða félag í eigu hans fer með eignarhlut Ríkissjóðs í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.  

Lesa meira

1.2.2016 : Deloitte og Fjármálaeftirlitið gera samning um fræðslu og þjálfun

Hinn 25. janúar sl. undirrituðu Deloitte og Fjármálaeftirlitið samning til eins árs um að Deloitte veiti Fjármálaeftirlitinu fræðslu og þjálfun auk sérfræðiþjónustu, við að innleiða aðferðafræði, ferla og eftirlitsaðgerðir í tengslum við virðisrýrnun útlána á grundvelli staðalsins IFRS 9.

Lesa meira

1.2.2016 : Fjármálaeftirlitið hefur metið YNWA ehf. og Arnór Gunnarsson hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf.

Hinn 18. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að YNWA ehf., kt. 550413-0190, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Öldu sjóðum hf. sem nemur 20%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica