Fréttir


Fréttir: maí 2008

Fyrirsagnalisti

30.5.2008 : Vel sótt námskeið fyrir lífeyrissjóði

Þann 27. maí sl. hélt Fjármálaeftirlitið námskeið þar sem farið var yfir helstu þætti í tengslum við útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða. Námskeiðið var haldið á Grand hótel í Reykjavík og sóttu hátt í 40 manns á námskeiðið. Þátttakendur voru m.a. úr hópi forsvarsmanna lífeyrissjóða auk annarra sem koma m.a. að endurskoðun og uppgjöri lífeyrissjóða.

Lesa meira

29.5.2008 : Fjármálaeftirlitið og Háskólinn í Reykjavík undirrita samstarfssamning

Fjármálaeftirlitið og lagadeild Háskólans í Reykjavík skrifuðu þann 28. maí sl. undir starfsnámssamning fyrir nemendur lagadeildar.

Lesa meira

28.5.2008 : Vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í lok 1. ársfjórðungs

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok mars 2008 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan. Talnaefnið nær til vanskila sem staðið hafa lengur en 1 mánuð. Um er að ræða brúttó vanskil, þ.e. ekki hafa verið dregnar frá fjárhæðir sem lagðar hafa verið til hliðar sem sérstakar afskriftir. Sýnd er þróun vanskila frá árslokum 2000. Vanskilaupplýsingarnar sýna tölur fyrir innlánsstofnanir án dótturfélaga þeirra.

Lesa meira

26.5.2008 : Tryggingamiðstöðin hf. fær heimild til að kaupa Íslenska endurtryggingu hf.

Þann 5. maí sl. veitti Fjármálaeftirlitið Tryggingamiðstöðinni hf. heimild til þess að kaupa Íslenska endurtryggingu hf. Framgreind heimild er veitt með vísan til 39. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi. Fyrir kaupin átti Tryggingamiðstöðin hf. 36.02% af heildarhlutafé Íslenskrar endurtryggingar hf. en á nú félagið í heild.

Lesa meira

14.5.2008 : Námskeið í útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið stendur fyrir námskeiði fyrir lífeyrissjóði þar sem farið verður yfir útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða.

Lesa meira

7.5.2008 : Kínverska vátryggingaeftirlitið heimsækir Fjármálaeftirlitið

Þann 2. maí sl. komu fulltrúar vátryggingaeftirlitsins í Kína (China Insurance Regulatory Commission - CIRC) ásamt fulltrúum frá kínverska sendiráðinu á Íslandi í heimsókn til Fjármálaeftirlitsins. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir fulltrúum kínverska eftirlitsins fyrirkomulag vátryggingar varðandi náttúruhamfarir og sjótryggingar á Íslandi.

Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica