Fréttir


Fréttir: mars 2011

Fyrirsagnalisti

25.3.2011 : 47 stjórnarmenn hafa farið í hæfismat

Ráðgjafarnefnd Fjármálaeftirlitsins um hæfi stjórnarmanna hefur nú metið 47 stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga, þar af átta úr stjórnum eignarhaldsfélaga. Niðurstaðan var sú að þekking, skilningur og viðhorf stjórnarmannanna varðandi helstu efni sem tengjast verksviði þeirra var fullnægjandi í 35 tilvikum en ófullnægjandi í 12 tilvikum. Lesa meira

15.3.2011 : EIOPA gefur út niðurstöður fimmtu áhrifskönnunarinnar vegna Solvency II (QIS5)

Eftirlitsstofnun Evrópu á vátryggingasviði (European Insurance and Occupational Pensions Authority, EIOPA) hefur birt niðurstöður QIS5 (Quantative Impact Study), sem er fimmta könnunin á væntanlegum áhrifum Solvency II regluverksins á vátryggingamarkaði sem taka mun gildi á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) 1. janúar 2013.

Lesa meira

14.3.2011 : Tilkynning um afturköllun starfsleyfa fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur afturkallað starfsleyfi Byrs sparisjóðs, Frjálsa fjárfestingarbankans hf. og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. Lesa meira

8.3.2011 : Fjármálaeftirlitið hefur lagt mat á hæfi Eignarhaldsfélags NBI ehf. til að fara með virkan eignarhlut í Rose Invest hf.

Hinn 25. febrúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélag NBI ehf., kt. 530407-1790, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að Rose Invest hf., sem er rekstrarfélag verðbréfasjóða, verður talið dótturfyrirtæki þess, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

7.3.2011 : Aðvaranir til fjárfesta á vef Fjármálaeftirlitsins

Fjármálaeftirlitið birtir reglulega á vef sínum aðvaranir erlendra fjármálaeftirlita þar sem varað er við starfsemi fyrirtækja sem ekki hafa starfsleyfi eða leyfi til að veita þjónustu fjármálafyrirtækja. Í febrúarmánuði síðastliðnum voru þessar aðvaranir 54. Sjá má aðvaranir Fjármálaeftirlitsins til fjárfesta á eftirfarandi slóð: http://www.fme.is/?PageID=565.

Lesa meira

5.3.2011 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins vegna Spkef sparisjóðs

Á grundvelli heimildar í VI. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins á fundi sínum í dag tekið ákvörðun sem felur í sér að NBI hf. tekur yfir rekstur, eignir og skuldbindingar Spkef sparisjóðs með þeim hætti að Spkef sparisjóður verður sameinaður NBI hf.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica