Fréttir


Fréttir: febrúar 2007

Fyrirsagnalisti

27.2.2007 : FME: Skýrsla um uppgjör í erlendri mynt

,,Staða Íslands er ólík stöðu nágrannalandanna að því leyti að erlend starfsemi íslenskra banka vegur mun þyngra en erlend starfsemi banka í nágrannaríkjunum. Þar af leiðandi hafa sveiflur á gengi íslensku krónunnar meiri áhrif á eiginfjárhlutföll og arðsemi fjármálafyrirtækjanna". Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu FME um reikningsskil í erlendri mynt.

Lesa meira

20.2.2007 : Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt á heimasíðu sinni túlkun á 2. mgr. 39. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Samkvæmt túlkuninni skulu allar breytingar á réttindum sjóðfélaga, þ.á.m. hlutfallsleg aukning eða skerðing áunninna réttinda, koma fram í samþykktum lífeyrissjóða og sem slíkar hljóta staðfestingu fjármálaráðuneytis skv. 28. gr. laganna.

Lesa meira

19.2.2007 : Basel II: Stjórnir fjármálafyrirtækja séu meðvitaðar um áhætturnar

Tímaritið Fjárstýring, sem IFS Ráðgjöf gefur út, birtir í nýjasta tölublaði sínu viðtal við Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóra FME, um undirbúning og innleiðingu á nýjum lögum og reglum um eiginfjárkröfu og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, svokallaðar Basel II reglur.

Lesa meira

16.2.2007 : CESR: Umræðuskjal um fjárfestingaheimildir verðbréfasjóða

CESR (The Committee of European Securities Regulators) hefur birt umræðuskjal fjárfestingaheimildir verðbréfasjóða.

Lesa meira

16.2.2007 : Innláns- og útlánsvextir: Flókið að mæla vaxtamun

Töluverð umræða hefur verið um inn- og útlánsvexti viðskiptabankanna undanfarnar vikur. Í Viðskiptablaðinu í dag, föstudag, er m.a. rætt við Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóra FME þar sem hann er inntur álits. Lesa meira

15.2.2007 : Fjárfestingarfélagið Grettir hf. fær heimild til að fara með virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni hf.

Þann 8. febrúar 2007, veitti Fjármálaeftirlitið Fjárfestingarfélaginu Gretti hf. heimild til þess að fara með 28,07% virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni hf.

Lesa meira

15.2.2007 : FME: Tilkynningarskylda vegna slita og sameininga lífeyrissjóða er skýr

Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt túlkun á 2. mgr. 48. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða á heimasíðu sinni.

Lesa meira

14.2.2007 : Umræðuskjal frá CESR

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að CESR (The Committee European Securities Regulators) hefur birt á heimasíðu sinni Consultation on CESR Level 3 Guidelines on MiFID Transaction reporting

Lesa meira

9.2.2007 : Starfsemi Bridge Group International Ltd. (Bridge)

Fjármálaeftirlitið vill taka eftirfarandi fram vegna fjölda fyrirspurna sem því hefur borist er varðar starfsemi Bridge á Íslandi:

Lesa meira

6.2.2007 : Umræðuskjal um drög að reglum um breytingu á reglum nr. 55/2000, um ársreikninga lífeyrissjóða

FME hefur gefið út umræðuskjal nr. 4/2007 um drög að reglum um breytingu á reglum nr. 55/2000, um ársreikninga lífeyrissjóða

Lesa meira

2.2.2007 : FME opnar nýjan og endurbættan vef

Fjármálaeftirlitið hefur opnað nýjan og endurbættan vef á vefslóðinni www.fme.is. Lesa meira

1.2.2007 : FME veitir SPRON Verðbréfum hf. aukið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið veitti SPRON Verðbréfum hf., þann 30. janúar 2007, aukið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til nýrra starfsheimilda.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica