Fréttir


Fréttir: mars 2013

Fyrirsagnalisti

26.3.2013 : Dómur í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu um umframeftirlitsgjald vegna mats á hæfi stjórnarmanna Stapa.

Niðurstaða dómsins var að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um umframeftirlitsgjald var felld úr gildi. Fjármálaeftirlitið skoðar nú forsendur niðurstöðunnar og metur framhaldið. Lesa meira

25.3.2013 : Nýtt eintak Fjármála komið út

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Meðal efnis má nefna greinina: Hefur Ísland náð ásættanlegum árangri við úrvinnslu útlána í vanskilum? eftir Stefán Þór Björnsson, sérfræðing í greiningum hjá Fjármálaeftirlitinu. Enn fremur er í blaðinu grein sem nefnist Neytendavernd á fjármálamarkaði  sem er skrifuð af þeim G. Áslaugu Jósepsdóttur og Valdimar Gunnari Hjartarsyni en þau eru bæði lögfræðingar á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.
Lesa meira

15.3.2013 : Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris

Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með framkvæmd laga um útgáfu og meðferð rafeyris nr. 17/2013, en lögin sem sjá má hér taka gildi þann 1. apríl næstkomandi. Lesa meira

12.3.2013 : ESMA og EBA vara við viðskiptum með CFD fjármálagerninga

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á því að Evrópska eftirlitsstofnunin á verðbréfamarkaði (ESMA) og Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði (EBA) hafa gefið út viðvörun til fjárfesta um viðskipti með CFD fjármálagerninga. Slíkir gerningar hafa verið markaðssettir hér á landi m.a. með auglýsingum á Facebook. Má sjá þær á vefsíðunni: http://www.plus500.is/
Lesa meira

1.3.2013 : Tilkynning um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns

Með vísan til 2. mgr. 82. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010, sbr. 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. sömu laga, tilkynnist hér með um fyrirhugaða yfirfærslu vátryggingastofns: Lesa meira

1.3.2013 : Reglur um framkvæmd hæfismats hjá lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði

Fjármálaeftirlitið hefur sett tvennar nýjar reglur um framkvæmd hæfismats. Annars vegar er um að ræða reglur nr. 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða og hins vegar reglur nr. 181/2013 um framkvæmd hæfismats forstjóra og stjórnarmanna Íbúðalánasjóðs. Lesa meira






Þetta vefsvæði byggir á Eplica