Fréttir


Nýtt eintak Fjármála komið út

25.3.2013

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Meðal efnis má nefna greinina: Hefur Ísland náð ásættanlegum árangri við úrvinnslu útlána í vanskilum? eftir Stefán Þór Björnsson, sérfræðing í greiningum hjá Fjármálaeftirlitinu. Enn fremur er í blaðinu grein sem nefnist Neytendavernd á fjármálamarkaði  sem er skrifuð af þeim G. Áslaugu Jósepsdóttur og Valdimar Gunnari Hjartarsyni en þau eru bæði lögfræðingar á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.

Til viðbótar þessu fjallar Elvar Guðmundsson, sérfræðingur í greiningum, um birtingu á niðurstöðum á eiginfjárkröfum samkvæmt SREP. Enn fremur fjallar Rúnar Guðmundsson um fjölgun málskota til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum en hann er formaður úrskurðarnefndarinnar. Þá er í blaðinu stutt viðtal við Unni Gunnarsdóttur, forstjóra Fjarmálaeftirlitsins, en hún tók fyrst við því starfi fyrir rúmu ári.

Fjármál má nálgast hér.
Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica