Fréttir


Fréttir: janúar 2012

Fyrirsagnalisti

30.1.2012 : Íslensk verðbréf hf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í T Plús hf.

Þann 25. janúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að verðbréfafyrirtækið Íslensk verðbréf hf., kt. 610587-1519, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í T Plús hf. sem nemur allt að 50%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

25.1.2012 : Breyting á leiðbeinandi tilmælum nr. 1/2011 um áhættustýringu vátryggingafélaga

Í 70 . tölul. leiðbeinandi tilmæla nr. 1/2011 segir að ef vátryggingafélag velji að fjárfesta í sérstökum tegundum eigna skuli fjárfestingarstefna félagsins tilgreina nokkur upptalin atriði. Ein þessara eignategunda er það sem á ensku kallast „asset backed securities“ sem í tilmælunum er þýtt sem „eignatengd verðbréf“. Komið hefur í ljós að þessi þýðing gæti valdið misskilningi. Í reglum Seðlabanka Íslands nr. 808/2008 um viðskipti fjármálafyrirtækja við bankann er hugtakið þýtt sem „eignavarin verðbréf“. Lesa meira

13.1.2012 : Ný gögn frá Landsbankanum breyta engu um mat Andra Árnasonar hrl. á hæfi Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins

Andri Árnason hrl. stendur að öllu leyti við fyrri niðurstöður sínar um hæfi Gunnars Þ. Andersen til að gegna forstjórastarfi Fjármálaeftirlitsins og telur að ekkert nýtt hafi komið fram um málið í umfjöllun Kastljóss RÚV eða í þeim gögnum sem var aflað í kjölfar umfjöllunarinnar. Þetta kemur fram í greinargerð sem Andri vann að ósk stjórnar Fjármálaeftirlitsins og skilaði í dag, 13. janúar.

Lesa meira

10.1.2012 : Samruni Tinda Verðbréfa hf. við Auði Capital hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 10. janúar 2012 samruna Tinda Verðbréfa hf. við Auði Capital hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Auður Capital hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Tinda Verðbréfa hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Auðar Capital hf. Lesa meira

4.1.2012 : Fjármálaeftirlitið ræður framkvæmdastjóra þriggja nýrra eftirlitssviða

Unnið hefur verið að skipulagsbreytingum innan Fjármálaeftirlitsins frá því í október síðastliðnum með virkri þátttöku starfsmanna. Afrakstur vinnunar er endurskipulagning Fjármálaeftirlitsins sem meðal annars felst í því að fimm svið hafa verið lögð niður og þrjú ný eftirlitssvið stofnuð. Nýju eftirlitssviðin þrjú eru eindareftirlit, vettvangsathuganir og greiningar- og áætlanir. Lesa meira

3.1.2012 : Heimild til flutnings vátryggingastofns

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Sjóvá-Almennum tryggingum hf. heimild til að flytja vátryggingastofn barnatryggingar félagsins til Sjóvár Almennra líftrygginga hf.  Heimild til yfirfærslu stofnsins gildir frá og með 29. desember 2011.  Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica