Fréttir


Fréttir: september 2008

Fyrirsagnalisti

30.9.2008 : Viðskipti hafin að nýju með fjármálagerninga Glitnis banka hf.

Í kjölfar fréttatilkynningar og umfjöllunar um breytingar hjá útgefanda, m.a. um samkomulag milli hans og ríkisstjórnar Íslands um að ríkissjóður leggi bankanum til nýtt hlutafé, er það mat Fjármálaeftirlitsins að ekki sé lengur til staðar sama hætta á ójafnræði fjárfesta. Lesa meira

29.9.2008 : Samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni hf. til nýtt hlutafé

Gert hefur verið samkomulag milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka hf. að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið um að ríkissjóður leggi bankanum til nýtt hlutafé.

Lesa meira

29.9.2008 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf. sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Lesa meira

29.9.2008 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf. sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Lesa meira

24.9.2008 : Leiðbeinandi tilmæli um störf endurskoðunardeilda fjármálafyrirtækja

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 3/2008 um störf endurskoðunardeilda fjármálafyrirtækja. Tilmælin hafa það að markmiði að leiðbeina forstöðumönnum endurskoðunardeilda hjá fjármálafyrirtækjum um hvernig innri endurskoðun skuli sinnt eins og best verður á kosið. Innri endurskoðun er hluti af skipulagi fjármálafyrirtækja og er mikilvægur þáttur í eftirlitskerfi þeirra.

Lesa meira

19.9.2008 : Fjármálaeftirlitið samþykkir breytingu Byr sparisjóðs í hlutafélag

Fjármálaeftirlitið hefur í dag samþykkt umsókn Byrs sparisjóðs um breytingu sparisjóðsins í hlutafélag á grundvelli 73. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

18.9.2008 : FME og Tryggingareftirlitið í Færeyjum undirrita samstarfssamning (MoU).

Fjármálaeftirlitið (FME) og Tryggingareftirlitið í Færeyjum hafa undirritað samstarfssamning (Memorandum of Understanding) í tengslum við Hoyvíkur samkomulagið milli Íslands og Færeyja er undirritað var 1. ágúst 2005, sbr. lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar nr. 108/2006. Lesa meira

18.9.2008 : Frétt frá Fjármálaeftirlitinu

Vegna frétta af gjaldþroti bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers og mögulegra áhrifa á fjármálakerfi víða um heim, þ.m.t. á Íslandi vill Fjármálaeftirlitið upplýsa um eftirfarandi: Lesa meira

9.9.2008 : Skýrsla FME um ársreikninga fjármálafyrirtækja árið 2007

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með ársreikningum ársins 2007 og ýmsum samandregnum upplýsingum úr ársreikningum fyrir viðskiptabanka, sparisjóði, lánafyrirtæki (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtæki og verðbréfamiðlanir og rekstrarfélög verðbréfasjóða ásamt verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum.

Lesa meira

8.9.2008 : Varðandi fyrirspurnir um Finanzas Forex

Fjármálaeftirlitið vill taka eftirfarandi fram vegna fjölda fyrirspurna sem því hefur borist er varðandi fyrirtækið Finanzas Forex: Lesa meira

3.9.2008 : Upplýsingarit um MiFID fyrir neytendur - Að fjárfesta í fjármálaafurðum

Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði (CESR) gaf þann 7. mars sl. út upplýsingarit á ensku fyrir neytendur þar sem fjallað er um áhrif nýrrar evrópskrar lagasetningar á fjármálamarkaðinn en MiFID tilskipunin (e. Markets in Financial Instruments Directive) tók gildi 1. nóvember sl. Í innleiðingarreglugerðinni, nr. 994/2007, eru tilgreindar skyldur fjármálafyrirtækja varðandi skýrsluhald, tilkynningar um viðskipti, gagnsæi á markaði og töku fjármálagerninga til viðskipta auk þess sem hugtök er varða MiFID tilskipunina eru skilgreind.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica