Fréttir


FME og Tryggingareftirlitið í Færeyjum undirrita samstarfssamning (MoU).

18.9.2008

Fjármálaeftirlitið (FME) og Tryggingareftirlitið í Færeyjum hafa undirritað samstarfssamning (Memorandum of Understanding) í tengslum við Hoyvíkur samkomulagið milli Íslands og Færeyja er undirritað var 1. ágúst 2005, sbr. lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samnings milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar nr. 108/2006.

Samstarfssamningurinn staðfestir ramma um samvinnu eftirlitanna vegna starfsemi íslenskra vátryggingafélaga í Færeyjum og færeyskra vátryggingafélaga á Íslandi. Einnig staðfestir samningurinn ramma um eftirlit með viðkomandi félögum og upplýsingaskipti með trúnaðarupplýsingar.

Samstarfssamningurinn tók gildi frá og með 1. september 2008.

Nánari upplýsingar veitir Rúnar Guðmundsson, sviðstjóri á vátryggingamarkaði, runar@fme.is / sími: 525 2700.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica