Fréttir


Fréttir: júní 2015

Fyrirsagnalisti

30.6.2015 : Heildarniðurstöður ársreikninga fjármálafyrirtækja o.fl. 2014 - Uppfærð frétt

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman skýrslu með heildarniðurstöðum ársreikninga ársins 2014 hjá fjármálafyrirtækjum, þ.e. viðskiptabönkum, sparisjóðum, lánafyrirtækjum (einu nafni lánastofnanir), verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlunum, rekstrarfélögum verðbréfasjóða, ásamt upplýsingum um heildareignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri einstakra rekstrarfélaga og heildareignir fagfjárfestasjóða í rekstri rekstrarfélaga og annarra rekstraraðila. Jafnframt eru nánar tilteknar upplýsingar um greiðslustofnanir og innlánsdeildir samvinnufélaga.

Lesa meira

25.6.2015 : Fjármálaeftirlitið veitir Fossum mörkuðum hf. aukið starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið veitti Fossum mörkuðum hf., kt. 660907-0250, aukið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki hinn 23. júní sl. á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fossum mörkuðum hf. var upphaflega veitt starfsleyfi sem verðbréfamiðlun hinn 6. júní 2008 á grundvelli sömu laga. Starfsleyfi Fossa markaða hf. hefur verið endurútgefið með tilliti til viðbótarstarfsheimilda sem felast í framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina og fjárfestingarráðgjöf skv. b- og d-liðum 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. b- og e-liði 1. tölul. 1. mgr. 25. gr., og viðbótarþjónustu skv. a–b-, e- og g-liðum 2. tölul. 1. mgr. 25. gr. sömu laga.

Lesa meira

24.6.2015 : Fern leiðbeinandi tilmæli gefin út í júní

Fjármálaeftirlitið gaf út fern leiðbeinandi tilmæli í júní og er þau öll að finna á vef stofnunarinnar. Tilmælin eru þessi:

Lesa meira

23.6.2015 : Samruni Straums fjárfestingabanka hf. og MP banka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 22. júní 2015 samruna Straums fjárfestingabanka hf. við MP banka hf. á grundvelli 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Lesa meira

16.6.2015 : Frí eftir hádegi 19. júní

Fjármálaeftirlitið gefur starfsmönnum sínum frí eftir hádegi þann 19. júní  til að gera þeim kleift að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna.  Skrifstofa Fjármálaeftirlitsins verður því lokuð frá klukkan 12 til 16 þennan dag.

Lesa meira

11.6.2015 : Kröfu í máli gegn Fjármálaeftirlitinu hafnað í héraðsdómi

Niðurstaða héraðsdóms liggur nú fyrir í máli Icelandair Group gegn Fjármálaeftirlitinu vegna ákvörðunar stofnunarinnar frá því í mars 2014 um að sekta Icelandair Group hf. (Icelandair) vegna brota gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti.

Lesa meira

8.6.2015 : Fjármálaeftirlitið heimilar viðskipti á ný

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að heimila viðskipti á ný með tiltekna fjármálagerninga en lokað var fyrir viðskipti með þá í morgun til að vernda jafnræði fjárfesta. Opnað verður fyrir viðskipti kl. 14. Að öðru leyti er vísað til tilkynningar Fjármálaeftirlitsins um stöðvun viðskipta sem má finna hér: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/timabundin-stodvun-vidskipta

Lesa meira

8.6.2015 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með tiltekna fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Ákvörðunin er tekin til að vernda jafnræði fjárfesta. Áætlað er að opnað verði aftur fyrir viðskipti kl. 14 í dag í kjölfar blaðamannafundar forsætisráðherra og fjármálaráðherra þar sem kynnt verður áætlun um afnám fjármagnshafta.

Lesa meira

5.6.2015 : Fyrirhugaður samruni Afls sparisjóðs ses. við Arion banka hf.

Samkeppniseftirlitið hefur birt ákvörðun þar sem fram kemur að  vegna fjárhagsstöðu Afls sparisjóðs hafi forsendur brostið fyrir frekari sölumeðferð á eignarhlut Arion banka í sparisjóðnum.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica