Fréttir


Fréttir: október 2008

Fyrirsagnalisti

30.10.2008 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Kaupþings banka hf.

Þann 9. október 2008 var Kaupþing Edge vefsíða Kaupþings banka hf. orðin óvirk. Það er álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag hafi Kaupþing banki hf. ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna tiltekinna reikninga, þeirra viðskiptavina sem þess kröfðust. Lesa meira

30.10.2008 : Vátryggingafélög grípa til ráðstafana

Vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag, 30. október 2008, tekur Fjármálaeftirlitið fram að það hefur að undanförnu verið í nánu samstarfi við vátryggingafélög í þeim tilgangi að afla upplýsinga um fjárhagsstöðu þeirra. Lesa meira

27.10.2008 : Greiðsluskylda Tryggingasjóðs vegna Landsbanka Íslands hf.

Þann 6. október sl. var Icesave vefsíða Landsbanka Íslands hf. orðin óvirk. Það er álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag hafi Landsbanki Íslands hf. ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna tiltekinna reikninga, þeirra viðskiptavina sem þess kröfðust. Lesa meira

22.10.2008 : Nýr Kaupþing banki hf. hefur verið stofnaður um innlenda bankastarfsemi Kaupþings banka hf.

Nýi bankinn tekur yfir innlendar eignir Kaupþings til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Kaupþings er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Kaupþings verða opin.

Lesa meira

17.10.2008 : Peningamarkaðssjóðir rekstrarfélaga verðbréfasjóða

Fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til rekstrarfélaga verðbréfasjóða að grípa til aðgerða sem leiða til þess að peningamarkaðssjóðum félaganna verði slitið. Lesa meira

16.10.2008 : Fjárfestingar peningamarkaðssjóða

Af gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að peningamarkaðssjóðir rekstrarfélaga verðbréfasjóða hafa ekki heimild til að fjárfesta í hlutabréfum, hvorki innlendum né erlendum. Lesa meira

15.10.2008 : Nýr Glitnir banki hf. hefur verið stofnaður um innlenda bankastarfsemi Glitnis banka hf.

Nýi bankinn tekur yfir innlendar eignir Glitnis til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Glitnis er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Glitnis verða opin.

Lesa meira

9.10.2008 : Nýr Landsbanki Íslands stofnaður um innlenda bankastarfsemi Landsbanka Íslands hf.

Nýi bankinn tekur yfir innlendar eignir Landsbankans til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Landsbankans er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Landsbankans verða opin.

Lesa meira

9.10.2008 : Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármálaeftirlitið inn í rekstur Kaupþings hf. til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi

Bankainnlán á Íslandi eru að fullu tryggð, eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir Útibú bankans á Íslandi, þjónustuver, hraðbankar og netbankar eru opnir Aðgerðirnar eru gerðar til að tryggja eðlilega bankastarfsemi innanlands

Lesa meira

7.10.2008 : Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármálaeftirlitið inn í rekstur Glitnis til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi

Bankainnlán á Íslandi eru að fullu tryggð, eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir Útibú bankans á Íslandi, þjónustuver, hraðbankar og netbankar eru opnir Aðgerðirnar eru gerðar til að tryggja eðlilega bankastarfsemi innanlands

Lesa meira

7.10.2008 : Fjármálaeftirlitið takmarkar skortsölu

Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja á markaði og til þess að stuðla að og viðhalda fjármálastöðugleika hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að skilgreina skortsölu hlutabréfa tiltekinna útgefenda sem hegðun andstæða viðurkenndri markaðsframkvæmd. Aðili sem hegðar sér andstætt viðurkenndri markaðsframkvæmd kann að vera fundinn sekur um markaðsmisnotkun, skv. 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.

Lesa meira

7.10.2008 : Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármálaeftirlitið inn í rekstur Landsbankans til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi

Bankainnlán á Íslandi eru að fullu tryggð, eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir. Útibú bankans á Íslandi, þjónustuver, hraðbankar og netbankar eru opnir. Aðgerðirnar eru gerðar til að tryggja eðlilega bankastarfsemi innanlands.

Lesa meira

6.10.2008 : Tímabundin stöðvun viðskipta

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf. Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf., Spron hf. og Exista hf., og teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Lesa meira

2.10.2008 : Fjárfestingar Sjóðs 9 hjá Glitni sjóðum í samræmi við lög og reglur

Af gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið koma því á framfæri að fjárfestingar Sjóðs 9 hjá Glitni sjóðum hf. hafa verið í samræmi við reglur sjóðsins og ákvæði laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Lesa meira

1.10.2008 : Reglur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum

Þróun á fjármálaþjónustu á undanförnum árum hefur leitt til myndunar fjármálasamsteypa sem bjóða þjónustu á mismunandi sviðum fjármálamarkaðar og starfa oft þvert yfir landamæri. Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica