Fréttir


Nýr Kaupþing banki hf. hefur verið stofnaður um innlenda bankastarfsemi Kaupþings banka hf.

22.10.2008

Nýi  bankinn tekur yfir innlendar eignir Kaupþings til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi. Alþjóðleg starfsemi Kaupþings er skilin frá. Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Kaupþings verða opin.

  • Nýi  bankinn tekur yfir innlendar eignir Kaupþings til þess að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna á Íslandi
  • Alþjóðleg starfsemi Kaupþings er skilin frá
  • Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbanki Kaupþings verða opin

Þann 9. október 2008 ákvað Fjármálaeftirlitið að nýta heimild Alþingis með vísan til 100 gr. a  laga nr. 161/2002, sbr. lög nr. 125/2008, vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, til að taka yfir rekstur Kaupþings banka hf.

Fjármálaeftirlitið hefur nú tekið ákvörðun um  að flytja hluta af starfsemi Kaupþings banka hf. til nýs banka sem stofnaður hefur verið og er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Með ákvörðuninni er tryggð áframhaldandi bankastarfsemi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. 

Í ákvörðuninni felst m.a. að nýi bankinn yfirtekur allar innstæðuskuldbindingar í bankanum á Íslandi og sömuleiðis stærstan hluta eigna bankans sem tengjast íslenskri starfsemi s.s. lán og aðrar kröfur.

Á næstu 90 dögum mun fara fram mat óháðs aðila á verðgildi eigna og skulda og lokauppgjör.  Eigið fé nýja bankans verður 75 milljarðar króna sem ríkið leggur fram.  Stærð efnahagsreiknings hins nýja banka verður um 700 milljarðar króna.

Finnur Sveinbjörnsson hefur verið ráðinn bankastjóri.  Lykilstjórnendur hins nýja banka munu sjá um kynningu á starfsemi hans en heiti hans verður Nýi Kaupþing banki hf.

Ákvörðunina má lesa hér.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica