Fréttir


Fréttir: júlí 2007

Fyrirsagnalisti

30.7.2007 : FME: Samanlagður hagnaður vátryggingafélaganna um 19,5 milljarðar á árinu 2006

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna var rúmlega 19,5 milljarðar kr. árið 2006 samanborið við rúmlega 20,2 milljarða kr. árið 2005. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur birt á vefsíðu sinni töflur með sundurliðun vátryggingagreina og ársreikningum íslenskra vátryggingafélaga fyrir árið 2006.

Lesa meira

13.7.2007 : FME: Lífeyrissjóðum ekki heimilt að stunda verðbréfalán

Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt á heimasíðu sinni túlkun á 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem kveður á um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða.

Lesa meira

12.7.2007 : Upplýsingasíður um MiFID á heimasíðu FME

Fjármálaeftirlitið hefur opnað sérstakar upplýsingasíður á vefsvæði sínu sem fjalla um innleiðingu á tilskipun um markaði með fjármálagerninga, svokallaða MiFID tilskipun.

Lesa meira

9.7.2007 : Aukning í málskotum til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum

Nokkur aukning varð á málskotum til Úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum á milli ársins 2005 og 2006.

Lesa meira

6.7.2007 : MiFID: Gagnagrunnur um seljanleika hlutabréfa

Í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins um MiFID hefur Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum, CESR, birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Lesa meira

4.7.2007 : FME samþykkir samruna VBS Fjárfestingabanka hf. og FSP hf.

Fjármálaeftirlitið veitti þann 4. júlí sl. samþykki sitt fyrir samruna VBS Fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

4.7.2007 : FME birtir úttekt á regluvörslu NordVest Verðbréfa hf.

Fjármálaeftirlitið hefur gert úttekt á framkvæmd reglna um verðbréfaviðskipti hjá NordVest Verðbréfum hf. Úttektin er birt á heimasíðu FME. Lesa meira

3.7.2007 : Samruni sparisjóða

Fjármálaeftirlitið veitti þann 26. janúar sl., samþykki fyrir samruna Sparisjóðs Ólafsvíkur við Sparisjóð Keflavíkur.

Lesa meira

2.7.2007 : Tilboðsverð Eyjamanna ehf. í Vinnslustöðina hf.

Nýverið barst Fjármálaeftirlitinu beiðni frá hluthafa í Vinnslustöðinni hf. um að það tæki tilboðsverð Eyjamanna ehf. í Vinnslustöðina hf. til skoðunar og kannaði hvort forsendur væru fyrir því að breyta tilboðsverðinu á grundvelli heimildar eftirlitsins í 8. mgr. 40. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003 (vvl.).

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica