Fréttir


Upplýsingasíður um MiFID á heimasíðu FME

12.7.2007

Fjármálaeftirlitið hefur opnað sérstakar upplýsingasíður á vefsvæði sínu sem fjalla um innleiðingu á tilskipun um markaði með fjármálagerninga, svokallaða MiFID tilskipun sem verður innleidd 1. nóvember nk.

Markmið MiFID
MiFID stendur fyrir Markets in Financial Instruments Directive.  Markmiðið með innleiðingu á MiFID er m.a. aukin samræming á regluverki og umgjörð evrópskra fjármálamarkaða. Tilskipunin felur þannig í sér töluverðar breytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og setur auknar kröfur á ýmsa þætti í starfsemi þeirra, ss. bestu framkvæmd, upplýsingagjöf til viðskiptavina, upplýsingar um fjármálagerninga o.s.frv.

Rafrænt tilkynningakerfi
FME vinnur að innleiðingu MiFID tilskipunarinnar og hefur í því sambandi verið opnuð sérstök upplýsingasíða á vefsvæði stofnunarinnar. Mikilvægur þáttur sem snýr að FME varðandi innleiðinguna er þróun og smíði rafræns tilkynningakerfis (Transaction Reporting Systems). FME hefur átt í samstarfi við fjármálaeftirlit á Norðurlöndunum og í Litháen um smíði kerfisins. Með kerfinu mun FME gefast kostur á að útbúa öflugt rafrænt eftirlitskerfi með verðbréfamarkaðnum. Tilskipunin var innleidd í lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Viðbót gerð 5. júlí 2016 til frekari upplýsingar:

Unnið er að innleiðingu MiFIR/MiFID II og gerð hefur verið skýrsla um það helsta sem í vændum er undir forystu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica